RS stangirnar skora fullt hús í tímaritinu Trout Fisherman

Wychwood RS - Flugubúllan

Flaggskip Wychwood, RS serían, fékk fullt hús stiga í tímaritinu Trout Fisherman, þar sem þeir segja frá því í tölublaði #490 að þetta séu bestu stangir sem Wychwood hefur framleitt.

Tímaritið Trout Fisherman er vel þekkt og virt tímarit, er leiðandi uppspretta af óháðri gagnrýni í Bretlandi, og til að hljóta verðlaunin ‘Tackle Testers Choice’ er mikið hrós, sérstaklega frá teymi sem skoðar og prófar óteljandi stangir allt árið. Teymið ekki bara talaði um gæði allrar seríunnar, heldur tók sérstaklega fram að 10 feta #7 stangirnar eru nálægt því að vera hin fullkomna flugustöng fyrir hvaða aðstæður sem er.

 

RS stangirnar í Trout Fisherman - Flugubúllan

 

Frábær orð frá gagnrýnendum tímaritsins og passa vel við það sem við trúum að sé andi þessarar vinsælustu flugustangarseríu í sögu Wychwood.

Markmið RS seríunnar, frá því að hún var kynnt á iceTackle 2016, hefur verið einfalt; að búa til stangir sem væru án málamiðlana, og væru með afköst, áferð og útlit sem flaggskipi sæmir, en kosta einungis brot af því sem samkeppnisaðilar bjóða.
Þetta er stöng sem hlaut gríðarlega góð meðmæli síðastliðið sumar á EFTTEX þar sem henni var stillt upp við hlið stanga sem kosta tvisvar til þrisvar sinnum meira, og hafa þær fengið samróma lof frá Evrópskum viðskiptaaðilum, sem og tryggum viðskiptavinum.

Hægt er að skoða allt úrval RS stangana hér, https://www.flugubullan.is/verslun/wychwood-rs/ ,en Flugubúllan hefur leitast við að bjóða upp á alla seríuna í verslun sinni.