Fyrir þá veiðimenn sem vilja ferðast létt, eða þá sem hafa látið flutning á hefðbundnum veiðitöskum hindra góða veiði, er nýja Gear Trap græjugeymslan frá Wychwood Game in fullkomna lausn.

GT Græjugeymslan kemur í þremur gerðum: GT Tuðran fyrir þá sem einungis þurfa hið allra nauðsynlegasta til að geta sinnt veiðinni; GT Vestið sem tekur hefðbundið veiðivesti upp á næsta stig; og GT Short Haul, sem hittir í mark þegar kemur að því að koma mörgum geymslurýmum fyrir í þjappaðri hönnun í styttri ferðum.

Allar þrjár græjugeymslurnar eru framleiddar úr gríðarsterku ripstop 150D og 600D polísterer efni með PVC himnu til varnar utanaðkomandi skakkaföllum. Duraflex sylgjur á ströppum, andónæsaðar krækjur, D hringir á baki fyrir háfa, og fjarlægjanlegar flugupjötlur úr rifusvampi eru nokkrir af mörgum eiginleikum allra gerðanna.

Aðspurður segir Steve Cullen, hönnunar- og vörustjóri Wychwood Game eftirfarandi; “Græjugeymslan er ein af mörgum vara sem ég og Wychwood teymið höfum verið að hanna undanfarið ár til að gefa veiðimönnum annan valkost en einungis hefðbundnar veiðitöskur. Það er svo miklu einfaldara að hafa allt innan seilingar á bakkanum þegar GT Græjugeymslan er notuð, og með hinu innbyggða vinnuborði er einfalt að gera hvaða breytingar á hvaða uppsetningu sem er á staðnum, í staðinn fyrir að þurfa að róta í gegnum töskur til að finna þau tæki, tól og efni sem þú þarft á að halda.”

GT græjugeymslan er ein af mörgum 2017 vörum Wychwood verður til sölu hjá Flugubúllunni fyrir vertíðarbyrjun.

Wychwood Gear Trap Græjugeymslan - Flugubúllan