ÁRATUGA REYNSLA OG ÁRANGUR

Það eru fáir laxveiðimenn sem ekki hafa heyrt minnst á Mikael Frödin. Gríðarlegur laxveiðimaður og listamaður við hnýtingaþvinguna. Frödin er búinn að vera að í langan tíma eða allt frá sjöunda áratugnum þegar hann stofnaði fyrsta litla fluguhnýtingafyrirtækið sitt sem ungur drengur.

Frödin Flies er svo stofnað árið 1985 eftir að litla fyrirtækinu hans var búið að ganga nokkuð vel, en fólk þekkti samt hann sjálfann en ekki nafn fyrirtækisins.

Síðan þá hefur Frödin verið leiðandi í þróun á flugum og efni til fluguhnýtinga og þá helst laxaflugur. FITS túbukerfi hans kemur fyrst á markað árið 1994 sem hann þróar áfram og árið 2004 kemur hann með FITS túbukerfið í fjölmörgum litum. SSS hnýtingarefnið, SOS skipulagskerfin koma á markað í kringum 2017/18 og skipta flugurnar frá honum hundruðum. Frödin stöðugt að þróa nýja hluti – enda ekki margir sem hafa jafn mikla þekkingu á viðfangsefninu og Mikael Frödin.

Áratuga tilraunir Frödin í leit að hinni fullkomnu laxaflugu hafa getið af sér röð nýstrárlegra fluguhnýtingatóla og efna til hnýtinga. FITS túpukerfið frá Frödin býður upp á endalausa möguleika til fluguhnýtinga á túpuflugum sem eru nægjanlega endingagóðar til að fara í gegnum kynslóðir. Veldu form, prófíl og þyngd með hinum ýmsu túpum og kónum í FITS línunni – og túrbókerfi Frödin er byltingakennd nýjung hvað varðar hreyfingu og skilvirkni flugunnar. Þú ættir einnig að finna allt það gerfiefni sem þú getur óskað þér í SSS línunni, og með flugbeittum hnýtingartólunum í FITS línunni ætti upplifun þín á bak við þvinguna að verða í hámarki.

Flugubúllan hefur til marga ára verið stoltur helsti söluaðili Frödin Flies á Íslandi og bjóðum við upp á allt það helsta frá meistaranum, tól, tæki, hnýtingarefni og flugur.

Hnýtum saman allt árið!

FITS

Tól & tæki til hnýtinga

FITS

Túpukerfið

SSS

Hnýtingarefni

FRÖDIN

Hágæða fjaðrapakkar

Frödin FITS hnýtingartól

Ótrúleg lína af fluguhnýtingatólum frá Frödin Flies sem er afrakstur áratuga reynslu, hönnun, prófunum og fluguhnýtingum. Það er trú okkar og Frödin Flies að þetta séu í hópi bestu verkfæra til fluguhnýtinga sem fáanleg eru í dag. Einstök, nýstárlegt en einnig með klassískri flottri hönnun sem er einstaklega notendavæn. Framleidd úr hágæða carbonstáli og með fullkomnustu tungsten carbide brýningartækni heims koma þau með varanlega flugbeitta hnífskerpu.

Frödin FITS túpukerfið

FITS stendur fyrir Frödin Improved Tube System og er Skandínavíska túpukerfið sem umbreytt hefur túpuhnýtingum um heim allan. Grunnurinn  á kerfinu eru hinar upprunalegu lituðu FITS túpur sem koma í fjórum stærðum. Og til að koma jafnvægi í fluguna, til að fá á hana mismunandi lögun og til að ná til fisksins á mismundandi dýpt eru notaðir nokkrar mismunandi gerðir af kónum og þyngdum túpum – og í þremur stærðum. í raun er FITS kerfið allt sem þú þarft til að láta fluguna synda eins og þú hefur aldrei séð áður.
Og við skulum muna að það er bara einn orgínall! 

FITS túpukerfið 101

FITS túpukerfið er einfalt í notkun og einungis er þörf á að nota góð skæri og hnýtingarþráð til að tengja túpurnar saman.
Smellið á myndirnar hér að neðan sem leiðbeina ykkur hvernig túpukerfið virkar.

Frödin SSS hnýtingarefni

Eftir leit um heim allan eftir góðum gerviefnum til hnýtinga ákvað Frödin að breyta þessari hugsun og hefja framleiðslu sjálfur á seríu af ýmsum gerviefnum sem uppfylla kröfur um þann háan gæðastaðal og litasamsetningu sem Frödin krefst fyrir hinar nútímalegu flugur sínar. Allar SSS seríurnar koma í 15 litamöguleikum þar sem hver litur er blandaður af öðrum 5 litum, og gefur þetta breitt og líflegt litróf sem hefur sannað sig að sé mjög árangurríkt.

Frödin premium fjaðrapakkar

Í leit að bestu mögulegu hnýtingarefnum fann Frödin einstakar birgðir af mismunandi tegundundum af fjöðrum í hæsta gæðaflokki sem sem smellpassar með FITS og SSS úrvali Frödin.

Kíktu einnig á frödin flugurnar