G. LOOMIS – 3 áratugir af bara því besta

Það var fyrir um þremur áratugum síðan sem Gary Loomis stofnaði fyrirtækið G.Loomis og varð á skömmum tíma dáður af veiðimönnum um heim allan, og ekki að ástæðulausu. Í gegnum þróunarferli flugustangarhönnunar úr koltrefjum varð Gary frægur fyrir að vera fremri öllum, fyrir að vera meistarinn. Með því að nota leiðandi tækni og framleiðsluferli hannaði hann tól sem hafa verið skilgreind með gríðarlega afkastagetu og nákvæmni í veiðistöngum.

Gary greindist með krabbamein árið 1995 og gáfu læknarnir honum 18 mánuði.
Það var á þeim tíma og af þeirri ástæðu sem Gary ákveður að selja fyrirtækið. G.Loomis var selt til Shimano árið 1997 og er í dag með aðsetur í Woodland í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hinsvegar hélt Gary áfram að vera með fyrirtækinu næstu 12 árin! Og í dag, undir vökulum augum Steve Rajeff, aðal stangarhönnuði Loomis, framleiðir G.Loomis margar af bestu flugustöngum heims. Allar stangir Loomis eru framleiddar í höfuðstöðvum G.Loomis, í Woodland, Washington. Og hvort sem þú veiðir með þurrflugum, púpum, straumflugum, stóra eða litla fiska, þá framleiðir G.Loomis stöngina fyrir þig.

Ár hvert tróna flugustangir G.Loomis nánast alltaf á toppnum í samanburðarkönnunum í Bandaríkjunum þar sem þær eru prófaðar af atvinnufólki og á móti flestum af stærstu merkjum í bransanum. G.Loomis á líklega flesta titla undanfarin ár hjá Yellowstone Anglers sem gera samanburðarkannanir ár hvert, og er ekki óalgengt að sjá einhverja G.Loomis stöngina í fyrstu 3 sætunum og oft fleiri en eina!

Ein af þeim stöngum G.Loomis sem dýrastar eru í framleiðslu er G.Loomis Asquith. Asquith er ein léttasta og jafnframt tæknivæddasta flugustöng sem fáanleg er á markaðnum í dag. Stangarpartarnir eru framleiddir með hinni nýju Spiral-X tækni Shimano. Þessi tækni gerir heildarþyngd stangarinnar léttari, gerir stöngina kraftmeiri, sterkari og miklu nákvæmari.

Meiri kraftur, styrkur og nákvæmni

Í hinni einkaleyfisvörðu Spiral X tækni frá Shimano er þriggja laga uppbygging sem inniheldur skáhalt kjarnalag út trefjum, ílangt miðjulag, og svo annað skáhalt ysta lag sem fer í gagnstæða átt en kjarnalagið. Þessi einstaka uppbygging eykur allan styrk án þess að bæta við þyngd, og veitir orkuflutning nánast samstundis þegar kastað er eða þegar barist er við þann stóra.

  • 15% til 20% minni efnisnotkun en í hefbundinni stangaruppbyggingu
  • Aukið sveigju jafnvægi sem veitir 20% minni snúning en í hefðbundinni stangaruppbyggingu
  • Minni sporðöskjulögun á stangarpörtum

Muscle Carbon

Hágæða örk af lóðréttum trefjum sem framkallar styrk og lyftikraft.

Infinity Borði

Samfelld rúlla af formettuðum grafítborða sem ofinn er þétt á ská á möndulmótið. Þegar þessi tvö lög skarast í sitthvora áttina, fjarlægir X stefnan sem er orðin
sporðöskjulögunina og snúninginn sem oft er talin vera helsta ástæða þess að stangarpartar brotni.

G.Loomis Asquith

Nákvæmni og hraði

G.Loomis NRX+

Kraftur, línuhraði og stöðuleiki

G.Loomis IMX-PRO V2

Fjölhæf og tilgangsdrifin

G.Loomis Asquith

Ef nákvæmni og hraði er það sem þú ert að leita eftir, þá er Asquith fyrir þig!

Asquith er ein léttasta og mest tæknivæddasta flugustöng sem fáanleg er. Hún kemur beint af borði hins goðsagnakennda Steve Rajeff þar sem allt það nýjasta í hönnun flugustanga er parað saman við hátækni.
Asquith serían frá G.Loomis er einfaldlega orðin að goðsögn. Það er hreint með ólíkindum hvað hægt er að pakka mörgum hátæknilegum atriðum í eina stangarseríu.

Asquith stangirnar eru fyrstu flugustangir heims til að vera byggðar með hinni nýju “Spiral-X tækni” frá Shimano. Auk þessi tækni geri stöngina léttari, þá er sagt að Spiral-X tæknin bæti flutning krafts sem myndast í toppnum, niður í hendi og auki alla næmni sem er svo nauðsynleg veiðimanninum.

Asquith stangirnar koma í línuþyngdum 4 til 6 fyrir allar gerðir af silungsveiði og línuþyngd 7 og ofar fyrir stærri fiska. Asquith einhendur í línuþyngdum 7 og ofar eru jafnvígar í saltvatni sem og ferskvatni. En hvaða módel sem þú munt velja þér, þá ertu að fá stöng sem er línuþyngd léttari en NRX og hefur eina léttustu kastsveigjuþyngd sem til er.

Asquith Spey eru tvíhendurnar í seríunni og ekki hægt að segja annað en að þær séu hreint ótrúlegar. Samspil af Spiral-X tækni Shimano og einstakri stangarframleiðslu gera Asquith tvíhendurnar kraftmiklar, nákvæmar og auðveldar að kasta með. Asquith tvíhendurnar hlaða djúpt og eru einstaklega áhrifaríkar, sem gera langa daga og mörg köst áreynslulaus.

G.Loomis - 10 ára ábyrgð

Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda.

Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld né fyrir varahlutinn… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.

  • Ath að ábyrgð þessi gildir ekki á G.Loomis flugustöngum sem verslaðar eru í Bandaríkjunum.
  • Við kaup á G.Loomis hjá Flugubúllunni er gefið út ábyrgðarskýrteini sem þarf að framvísa ef óhapp gerist.

G.Loomis NRX+

NRX+ stangirnar frá G.Loomis eru hannaðar í samstarfi við veiðileiðsögumanninn Tom Larimer sem er vel þekktur og virtur hjá fyrirtækjum eins og Airflo, Hatch, Ross og Simms, og aðal stangarhönnuð G.Loomis, Steve Rajeff, og er útkoman á samspili þessara tveggja snillinga án efa með bestu stöngum sem fáanlegar eru.

NRX+ er hönnuð til að jafna samkeppnina á bakkanum og vinna bug á erfiðum umhverfisþáttum eins og viðvarandi vindi, rigningu og öldugangi svo að veiðimaðurinn nái fram hámarks afköstum.

NRX+ er framleidd með fullkomnustu frammjókkun á stangarbútum til þessa. Og það er þessi framleiðsla sem veitir kraft, línuhraða og stöðuleika línulúppunnar sem búast má við frá nútímalegum hröðum stöngum, en án þess að minnka “tilfinninguna” og fínleikann í stuttu köstunum. Þetta þýðir, án tillits til kastfjarlægðar eða erfiðra aðstæðna, að NRX+ styrkir veiðimenn og gefur aukið sjálfstraust við erfiðar aðstæður.

Þú ættir að finna NRX+ stöng fyrir hvaða aðstæðir sem er; NRX+ fyrir alla ferskvatsveiði, NRX+ S fyrir veiði í saltvatni og NRX+ LP fyrir létta silungsveiði.

G. Loomis bættu við Switch og tvíhendum til að fullkomna NRX+ seríuna og það er óhætt að segja að þær séu með þeim bestu sem fáanlegar eru. Notuð er sama tækni í uppbyggingu á stangarpörtunum og í öðrum NRX+ stöngum og eru þessar tvíhendur kraftmiklar, fjölbreyttar og henta fyrir allar aðstæður.

G.Loomis IMX-PRO V2

IMX-PRO V2 er arftaki hinnar geysivinsælu IMX-PRO stangarseríu og er líklega fjölbreyttasta og fjölhæfasta ferskvatns flugustangaserían í milliverðflokki á markaðnum í dag.

IMX-PRO V2 serían er skilgreind með stífum miðhluta og toppi til að hámarka allan kraft og góða tilfinningu. Stangirnar eru framleiddar í Bandaríkjunum og hannaðar í samstarfi við veiðileiðsögumanninn Tom Larimer sem er vel þekktur og virtur hjá fyrirtækjum eins og Airflo, Hatch, Ross og Simms, og aðal stangarhönnuð G.Loomis, Steve Rajeff. IMX-PRO V2 stangirnar henta fyrir allar gerðir af ferskvatnsveiði og mun serían svo sannarlega ekki valda þér vonbrigðum.

Conduit Core tæknin sem notuð er í þessar stangir gerir G.Loomis kleift að bæta mikið skilvirkni og draga úr þyngd stangarinnar með því að skipta út grafít hjúpnum með sérefni í neðri helming stangarinnar.
Niðurstaðan er þessi: Styrkur og ending í butt/neðsta hlutanum og mikil aukning orku um alla stangarhluta. Conduit Core tæknin eykur jafnvægi stangarinnar, dregur úr þreytu veiðimanna og gerir veiðimönnum kleift að hámarka tímann og tækifærin á árbakkanum.

IMX-PRO V2 Short Spey tvíhendurnar fylgja einnig nútímalega tíðarandanum í heimi fluguveiða. Hinar nútímalegu Short Spey stangir eru áhrifaríkur valkostur á tvíhendumarkaðnum þegar kemur að framreiðslu og erfiðum kastaðstæðum.
IMX-PRO V2 Short Spey tvíhendan er ein sú bestu á markaðnum, og miklu meira en bara einhver tískubóla.