Sjáðu heiminn í nýju ljósi

Polaroid virkni CAPTIVATE linsunnar fullkomna vörn fyrir sólargeislum fyrir alla sem verja miklum tíma í útivist, og ekki síst við veiðar þar sem endurkast sólar á yfirborði er mikið.

Fullkomin síun á geislum sólar í CAPTIVATE linsum Wiley X gleraugnanna veitir gríðarlega góða vörn gegn útfjólubláum geislum sólar og gefa skýrari sýn og nákvæmari liti. Þau veita frábært sjónsvið á björtum og sólríkum dögum, sem og þegar birta er lítil.

Vegna þessarar síunnar getur veiðimaðurinn núna greint mun betur hvað um er að vera undir yfirborði vatnsins, og greint minnstu smáatriði sem eru á botninum.

Wiley X CAPTIVATE™ linsutæknin filterar út ljós til að sýna meiri andstæður og tærleika með skýrari litaupplifun. Byggt á þeirri tileinkun Wiley X til að útvega mestu vörn sem möguleiki er á í gleraugum og er CAPTIVATE™ eina litaandstæðu-aukingarlinsan á markaðnum sem fellur undir ANSI Z87.1 og EN.166 öryggisstaðlana.

Á meðan önnur fyrirtæki einbeita sér annaðhvort að virkni eða stíl, þá hefur Wiley X náð að láta frá sér vöru sem er stílhrein að utan og algerlega mögnuð að innan.
Með Wiley X getur þú treyst á bæði hámarks vörn og yfirburða sjóntækni til að elta hvaða ævintýri sem er.

CAPTIVATE™ Polarized linsurnar endurskilgreina ekki einungis liti, heldur setja þær markið á hvað sólgleraugu geta orðið.

Veglegt úrval er í boði fyrir bæði karlmenn og kvenmenn. Og Wiley X eru ekki bara veiðigleraugu, heldur eru þau með bestu og öruggustu hversdags- útivistargleraugum sem fáanleg eru.

ENDURSKILGREINING LITA

Meiri Litadýrð

Síar út allt ruglingslegt ljós innan sýnanlega ljósrofsins til að auka við bláa, græna, og rauða liti, sem gefur af sér raunlita upplifun. 

Meiri Tærleiki

Fjarlægir þoku sem kemur frá slæmu bláu ljósi og gerir þér kleift að sjá fjarlæga hluti með meiri tærleika og smáatriðum. 

Auknar Andstæður

Allar CAPTIVATE™ linsur eru polarized til að minnka glampa. Faanlegt í ýmsum litum þar sem hver litur er hannaður til að auka hinar sérstöku þarfir umhverfis þíns.

Hvað segja litirnir

Blár Spegill

Grár grunnur dekkir litinn til að veita hámarks vörn gegn UV útfjólubláum geislum og sjónþægindi. Henta best í mikilli sól og athöfnum nálægt vatni.

Brons Spegill

Kopar grunnur eykur andstæður í fjölbreytum ljósaðstæðum. Fjölhæf linsa sem er frábær í lítilli birtu og veitir góða vörn á sólríkum dögum.

Grænn Spegill

Kopar grunnur eykur andstæður og framkallar heitan litablæ. Frábær á skýjuðum dögum eða á stöðum þar sem ekki er mikil birta.

Gullin Rós

Grænn grunnur eykur andstæður náttúrulegrar sjónar. Fjölhæf linsa sem hentar í alhliða ljósaðstæðum og hentar fyrir margt.

Kopar

Eykur andstæður, dekkir litinn, og framkallar heitan litablæ til að birta upp liti. Hentar fyrir flestar aðstæður og ýmsar athafnir utandyra.

Platínum Leiftur

Grænn grunnur eykur og veitir jafnvægi litaskynjunarinnar. Mjög góð á sólríkum dögum og henta fyrir ýmislegt á dagtíma.

KOSTIR CAPTIVATE™

AUKINN LITUR
CAPTIVATE™ Polarized síar út truflandi birtu þar sem blár sameinast grænum (500nm) og grænn sameinast rauðum (585nm). Þetta gefur meira ljós sem er auðveldara fyrir augun að sjá og útkoman er auknir bláir, grænir, og rauðir litir í raunlitaupplifun.

MEIRI SKÝRLEIKI
Blátt ljós (HEV) með styttri bylgjulengd og hærri tíðni dreifir ljósi og býr til óskýrleika. Með því að sía út þessa slæmu bláu birtu (HEV) fjarlæga CAPTIVATE™ Polarized linsurnar þennan óskýrleika og gerir hluti í fjarlægð skýrari að sjá.

AUKIN ÁRVEKNI
CAPTIVATE™ Polarized linsurnar leyfa gagnlegu hlið blárrar birtu – blá-blágrænna geisla – að vera sýnilegt. Þetta hjálpar líkamsklukkunni og hringrás svefns og vöku. Þessi gagnlega bláa birta eykur einnig árvekni, eykur minni og bætir skap.

AUKNAR LITAANDSTÆÐUR
CAPTIVATE™ Polarized tæknin er fáanleg með fjölbreyttu litavali á linsunum svo þú getir fínstillt reynslu þína byggt á byggt á þeim sérstöku þörfum sem henta fyrir þitt umhverfi.

BETRI DÝPTARSKYNJUN
Með því að útrýma óskýrleika frá slæma bláa ljósinu á meðan aðskilnaður og aukning lita í ljósrofinu stendur gefa CAPTIVATE™ Polarized linsurnar þér aukið dýptarskyn.

SÍAR BURT UV OG SLÆMA BLÁA BIRTU
CAPTIVATE™ Polarized sía burt útfjólubláa/bláa ljósgeisla (HEV) sem eru skaðleir augum okkar. Það er nauðsynlegt að vita að útivera í klukkustund á venjulegum skýjuðum degi gera augun í okkur berskjölduð fyrir 30 sinnum meiri bláum ljósgeislum (HEV) en að vera í klukkustund fyrir framan tölvuskjá. Wiley X CAPTIVATE™ Polarized eru einu linsurnar sem sía í burt allt slæmt blátt ljós (HEV) allt að 430nm.

CAPTIVATE™ POLAROID TÆKNIN

Að sjá fyrir sér ljósrófið

Auga mannsins nær ekki að sjá allt ljósrofið. Sumir hlutar ljósrofsins eru einfaldlega of erfiðir fyrir augað að sjá skýrt á meðan aðrir hlutar eru of hættulegir augunum. CAPTIVATE™ Polarized linsurnar sía út alla hættulega geisla sem og ljós sem ruglar augað og eykur þannig skýrleika og skilgreiningu með kraftmiklum birtuskilum og líflegum smáatriðum.

Litrófið án CAPTIVATE™ Polarized

Augu okkar geta auðveldlega greint á milli blárra, grænna, og rauðra bylgjulengda í sýnilegu ljósrofi. En þar sem bláar, grænar, og rauðar bylgjulendir sameinast á mannsaugað erfitt með að sjá skýrt.

Litrófið með CAPTIVATE™ Polarized

CAPTIVATE™ Polarized linsurnar sía út allt ruglingslegt ljós og lætur litrófið verða skýrar fyrir augað að sjá. Útkoman eru auknar andstæður og meiri tærleiki.

CAPTIVATE™ Polarized ljósrofið

Þessi mynd sýnir hámarks krómatíska svörun fyrir bláa, græna, og rauða liti.

  • Dekktu hlutarnir tákna þau svæði þar sem ljósbylgjur sameinast og rugla augað. Það er hérna sem best er að sía út ljós.
  • Hægt er að hugsa dekktu hlutana sem ruglingslega birtu og ódekktu hlutana sem skýra birtu.
  • CAPTIVATE™  Polarized linsurnar sía í burt útfjólublátt og slæma bláa birtu (HEV) (380nm-430nm) –  geislar sem eru skaðlegir augunum, og minnka þannig hættuna á skemmdum á sjónhimnufrumum og aldurstengdri sjónhrörnun. 

Sýnilega ljósrofið er sá hluti rafsegulrófsins sem augu mannnsins geta séð. Og til að einfalda að þá eru eru þessar bylgjulegdir kallaðar sýnilegt ljós. Venjulega getur mannsaugað numið bylgjulengdir frá 380 til 700 nanómetra.