Evrópa elskar RS seríuna frá Wychwood sem lenti í öðru sæti á EFTTEX

Wychwood RS series - Flugubúllan

Á stærstu veiði-viðskiptasýningu Evrópu sumarið 2016, EFTTEX, sýndi Wychwood nýjasta flaggskip sitt í flugustöngum, RS seríuna, og því miður rétt missti af fyrsta sæti í flokknum ‘Besta flugustöngin‘.
RS serían frá Wychwood hlaut samt annað sætið þar sem henni var stillt upp við hlið stærstu vörumerkja heims.

Gefin eru verðlaun í öllum flokkum veiðinnar, og eru valin af sérlegri dómnefnd sem skipuð er af ýmsum innherjum í bransanum og fréttamönnum frá öllum hornum Evrópu.
Wychwood tók þátt með RS flugustöngum sínum, og vöðlujakka sínum sem nýlega var settur á markað, en hann er einmitt tilnefndur í flokkinum ‘Besti fatnaður‘.
Verðlaunin fyrir bestu flugustöngina hlaut SAGE.

Báðar þessar vörur hlutu gríðarlega athygli frá þeim 1500 gestum sem heimsóttu sýninguna sem haldin var í RAI sýningarhöllinni í Amsterdam, sem er segull fyrir smásala og dreifingaraðila frá öllum hornum Evrópu, og voru allir ánægðir með þessa nýju fersku nálgun fyrirtækisins inn í heim veiðinnar.

Þýtt úr fréttatilkynningu Wychwood

Þessi færsla var skrifuð fyrir flokkinn Búllublog. Búðu til hengju með því að smella hér.