ALMENNT

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verðum í vörulista án fyrirvara og öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

ÖRYGGI Á VEFSÍÐU

safety

Flugubúllan bíður uppá öruggar greiðslur greiðslukorta í samvinnu við kortaþjónustu SALT / Borgun. Engar kortaupplýsingar eru geymdar í gagnagrunnum Flugubúllunnar og öll kortaviðskipti fara í gegnum örugga greiðslugátt SALT.

Greiðslur í gegnum greiðslugátt SALT eru gerðar á öruggan máta en vefurinn er varinn með öruggri 128bita SSL dulkóðun sem gerir það að verkum að ógjörningur er fyrir utanaðkomandi að nálgast nokkrar upplýsingar sem upp eru gefnar í verslunarferlinu.

SKILARÉTTUR OG ÁBYRGÐ

Skilarettur

Ef um skemmd eða galla á vöru sem keypt er á vef Flugubúllunnar er að ræða á kaupandi rétt á endurgreiðslu vörunnar. Almennur skilafrestur á gölluðum eða skemmdum vörum eru 30 dagar. Einnig bjóðum við upp á 30 daga almennan skilarétt þar sem hægt er að skila vörum í óopnuðum upprunalegum umbúðum gegn framvísun reiknings. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Hægt er að hafa samband við okkur hjá Flugubúllunni í póstfangið info@flugubullan.is til að fá nánari upplýsingar.

AFHENDING VÖRU

Shipping

Við bjóðum fríar póstsendingar um land allt ef verslað er fyrir kr 9000,- eða meira. Hægt er að velja á milli sendingum með Íslandspósti eða Dropp. Flugubúllan tekur aldrei ábyrgð á sendingartíma póstþjónustuaðila, en í flestum tilvikum ætti sendingin að berast á 1 til 2 dögum.

Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti eða Dropp. Flugubúllan ber aldrei neina ábyrgð á tjóni sem vara kann að verða fyrir í flutningi eftir að varan er send frá Flugubúllunni og þar til viðtakandi tekur við henni. Ábyrgð vörunnar í flutningi er alltaf hjá póstþjónustuaðila.

Leitast er við að senda pantanir næsta virkan dag eftir pöntun.

GREIÐSLULEIÐIR

Greidsluleidir

Á vef Flugubúllunnar bjóðum við upp á öruggar kortagreiðslur í gegnum greiðslugátt SALT / Borgun. Þar er hægt að ganga frá greiðslum með VISA og Mastercard kreditkortum, auk VISA og Maestro debetkortum. Einnig er boðið upp á greiðslur með Netgíró, Síminn Pey, Pei, Yay gjafabréfum og með raðgreiðslusamningum.

Allar vörur eru fluttar með Íslandspósti eða Dropp. Í þeim tilfellum þar sem vara er sótt til Flugubúllunnar að Hlíðarsmára 13, Kópavogi, er boðið upp staðgreiðslu með reiðufé og/eða greiðslukortum við afhendingu vöru.  Athugaðu þó að starfsmaður Flugubúllunnar mun hafa samband við þig áður en vörurnar geta verið sóttar.

Í þriðja lagi er boðið uppá að leggja upphæðina inn á bankareikning Flugubúllunnar, Reikningur: 515-26-70916 | Kennitala: 670916-0810 | Banki: Íslandsbanki. Athugið þó að pöntunin verður ekki send af stað fyrr en við sjáum greiðsluna í heimabanka.

BIÐPANTANIR

Cart

Ef svo ber undir að einhverjar vörur séu uppseldar er hægt að ganga frá biðpöntun á völdum vörum. Biðpöntun virkar þannig að varan birtist í búðinni eins og hún sé til á lager en með texta þess efnis, að varan sé einungis til sem biðpöntun. Hægt er að ganga frá pöntun á vörunni sem verður skuldfærð eins og um almenna pöntun sé að ræða. Varan verður svo afgreidd um leið og hún kemur á lager.

Yfirleitt er um að ræða vörur sem eru í pöntun frá framleiðanda, ný-ókomnar vörur eða vörur sem pantaðar eru reglulega.

Starfsmenn Flugubúllunnar munu vera í sambandi eftir að pöntun hefur verið gerð til að láta vita um áætlaðan afhendingartíma.

SÉRPANTANAIR

Cart

Ekki eru allar vörur sem til eru frá framleiðanda til sölu í vefverslun okkar. Við hinsvegar bjóðum uppá gríðarlegt úrval af vörum sem ekki eru í reglulegri sölu í verslun okkar og margar þeirra eru fáanlegar gegn sérpöntun. Þessar vörur eru í mörgum tilvikum tilgreindar sem „Ekki til á lager / Sérpöntun / Væntanlegt“ í vefverslun okkar.

Einnig eru mjög margar vörur sem við getum útvegað í gegnum dreifingarrétt okkar sem ekki eru sýnilegar á vef Flugubúllunnar.

Til að fá frekari upplýsingar um vörur og/eða ganga frá sérpöntun er best að hafa samband við okkur hér https://www.flugubullan.is/hafdu-samband/ og tilgreina vöru, týpu og týpunúmer, sem er að finna á hverri vörusíðu fyrir sig eða óskir eru fyrir.

Starfsmenn Flugubúllunnar munu vera í sambandi eftir að pöntun hefur verið gerð til að láta vita um áætlaðan afhendingartíma og/eða með upplýsingar um umbeðnar vörur.