Rekstarfélag Flugubúllunnar og eigandi er Strengur veiðiverslun ehf

Flugubúllan

Flugubúllan hóf rekstur á haustmánuðum 2016, og þá eingöngu sem vefverslun, þar sem leitast var við að bjóða upp á stangaveiðibúnað, og þá sér í lagi fyrir fluguveiði, frá ýmsum þekktum merkjum á betra verði en var í boði á þeim tíma.

Ört stækkandi rekstur, aukin ánægja og krafa viðskiptavina gerði það að verkum að hið eðlilega skref fram á við var að í desember 2017 opnaði Flugubúllan stórglæsilega verslun að Hlíðasmára 13, Kópavogi.

Vöruúrval Flugubúllunnar hefur stóraukist frá upphafi rekstursins og er Flugubúllan umboðs- og dreifingaraðili fyrir mörg stærri og þekktari merkja heims í dag, og hefur markmið Flugubúllunnar frá upphafi verið að bjóða vörur á lægsta mögulega verði, allt svo að þínar stundir á bakkanum verði sem ánægjulegastar.

Flugubúllan hefur frá upphafi reynt að leitast við að veita óaðfinnanlega eftir- og fyrirþjónustu, og eru ánægjuraddir viðskiptavina Flugubúllunnar á þann veg. Fullkomin þjónusta, og ánægjuleg upplifun viðskiptavina er okkar mantra.

Flugubúllan mun halda áfram að sækjast eftir góðum umboðum og dreifingarrétti til að auka enn við úrval verslunarinnar í náinni framtíð, og mun ávalt leitast við að bjóða besta mögulega verð.

Flugubúllan leggur mikinn metnað í að halda öllum upplýsingum réttum, hafa gnægð upplýsinga fyrir hverja vöru eins og kostur er á, halda lagerstöðu réttri í vefverslun, og hafa öll verð rétt, hvort um sé að ræða útsölu eða ekki.
Ef frekari upplýsinga er þörf fyrir einstakar vörur, bendum við viðskiptavinum á að hafa samband við sölumenn Flugubúllunnar, sem munu þá kappkosta við að veita allar þær upplýsingar sem óskað er eftir.

Meðal merkja sem Flugubúllan er umboðs- og dreifingaraðili að eru eftirfarandi merki: Guideline, Korkers, UMPQUA, Alfa Fishing, Fulling Mill, Wychwood, Leeda, Fario Fly, og Tacky
Flugubúllan er samt söluaðili fjölda annarra merkja.

 

Merkin

Flugubúllan

Flugubúllan er umboðsaðili og dreifingaraðili á öllum vörum Leeda frá Bretlandi.

Leeda er vel þekktur dreifingaraðili á veiðivörum og er eigandi stórra merkja eins og Wychwood, MAP, og allra Leeda vörumerkja. Leeda er einnig dreifingaraðili á mörgum markaðsráðandi vörumerkjum fyrir Bretland.

Leeda er með aðsetur í Milton Keynes í Bretlandi, og hefur verið í þróun á markaðsleiðandi vörum fyrir allar greinar stangaveiði, og veitir okkur smásöluaðilum og dreifingaraðilum glæsilegt alhliða vöruúrval með fullkomnu baklandi.

Nokkur af þeim vörumerkjum sem Flugubúllan hefur dreifingarrétt á í gegnum dreifingarnet Leeda, eru meðal annars eftirfarandi:

Vörumerki í eigu Leeda

Wychwood - Flugubúllan

Wychwood
Vatnakarfaveiðar

Wychwood er leiðandi í nýsköpun, áreiðanleika og gæðum fyrir peningana, sem gerir það að leiðandi merki í veiðum á hinum ýmsu tegundum vatnakarfa.

MAP - Flugubúllan

MAP
Keppnisbúnaður

MAP vörumerkið er eitt af leiðandi vörumerkjum veiðibúnaðs sem notaðar eru í veiðikeppnum í Evrópu.

Wychwood - Flugubúllan

Wychwood
Fluguveiði / Almenn stangaveiði

Wychwood vörumerkið hefur svo sannarlega verið einn af orkugjöfum stangaveiðinnar.

Leeda - Flugubúllan

Leeda
Strandveiði / Sjóveiði / Almenn stangaveiði

Þegar kemur að strand-, sjó-, og almennri stangaveiði, er Leeda val númer eitt hjá milljónum veiðimanna um heim allan.

Flugur - Flugubúllan

Flugubúllan rekur sína eigin fluguframleiðslu

Flugubúllan á upphaf sitt frá sölu á litlu úrvali af flugum, hnýttar sérstaklega fyrir þáverandi rekstur,sem voru seldar á betra verði en gengur og gerist.
Vinsældirnar jukust hratt, enda um góðar og veiðnar flugur að ræða, á mjög góðu verði.

Hægt og sígandi var aukið við það úrval sem til sölu var, og bæði silunga- og laxaflugur settar á flugubarinn.

Í dag hefur Flugubúllan yfir að ráða öflugan hóp af fluguhnýturum sem hefur frá árinu 2017 verið að stórefla flugubarinn og vera með á boðstólunum yfir 160 til 170 gerðir af vinsælum laxa- og silungaflugum í öllum stærðum, og þyngdum.

En auk þess að vera með eigin framleiðslu á ódýrum silunga- og laxaflugum, selur Flugubúllan silunga- og laxaflugur á heimsklassa frá Fulling Mill, Fario Fly, og UMPQUA, en flugur frá þessum framleiðendum eru með þeim fremstu í heiminum í dag.

Flugubúllan mun ávallt leggja metnað sinn í að bjóða upp á vel hnýttar og fallegar flugur á besta verði bæjarins.