Fullkomin þjónusta, og ánægjuleg upplifun viðskiptavina er okkar mantra!

Flugubúllan hóf rekstur á haustmánuðum 2016, og þá eingöngu sem vefverslun, þar sem leitast var við að bjóða upp á stangaveiðibúnað, og þér sér í lagi fyrir fluguveiði, frá ýmsum þekktum merkjum á betra verði en var í boði á þeim tíma.

Ört stækkandi rekstur, aukin ánægja og krafa viðskiptavina gerði það að verkum að hið eðlilega skref fram á við var að í desember 2017 opnaði Flugubúllan stórglæsilega verslun að Hlíðasmára 13 í Kópavogi.

Vöruúrval Flugubúllunnar hefur stóraukist frá upphafi rekstursins og er Flugubúllan umboðs- og dreifingaraðili fyrir mörg stærri og þekktari merki heims í dag, og hefur markmið Flugubúllunnar frá upphafi verið að bjóða vörur á lægsta mögulega verði, allt svo þínar stundir á bakkanum verði sem ánægjulegastar.

Flugubúllan hefur frá upphafi reynt að leitast við að veita óaðfinnanlega eftir- og fyrirþjónustu, og eru ánægjuraddir viðskiptavina Flugubúllunnar á þann veg. Fullkomin þjónusta, og ánægjuleg upplifun viðskiptavina ER okkar mantra.

Rekstrarfélag og eigandi Flugubúllunnar er Strengur Veiðiverslun ehf.