Flugurnar frá Mikael Frödin eru ótrúlega fallegar og vandaðar og eru sagðar með bestu laxaflugum heims.

Flugubúllan hóf samstarf við Frödin Flies árið 2018 um sölu og dreifingu á öllum vörum Frödin, en þar má m.a. upp telja gríðarlega mikið úrval af laxaflugum, allt hnýtingarefni sem framleitt er af Frödin og er löngu orðið frægt, sem og hin frábæru Salar Supreme túbubox, fluguveski, FITS túbusett, og hin skemmtilegu flugusett sem eru sérvaldar flugur af Mikael Frödin í Salar Supreme boxum, gert fyrir hinar ýmsu aðstæður. 

FLUGUGERÐIRNAR Í HNOTSKURN
& hvaða gerðir eru í boði hjá Flugubúllunni

  • Classic Series – 19 afbrigði
  • Samurai Series – 11 afbrigði
  • TTT Nobody Series – 10 afbrigði
  • Micro Series – 18 afbrigði
  • Hitch flies – 10 afbrigði
  • Tri Turbo Bombers – 2 afbrigði
  • Sea Trout Spey – 12 afbrigði

Hægt er að skoða allar gerðir og stærðir með því að smella hér.

Ef þér er alvara með laxveiði!

Síðan ég var unglingur hef ég með brennandi áhuga og þráhyggju lesið allar mögulegar greinar um laxveiði og flugu- og laxafluguhnýtingar. Allar þessar klassísku flugur, töfrandi litasamsetningar, leynileg efni og síðan meira og meira, eftir því sem árin hafa liðið, hvernig flugurnar hreyfa sig og veiða fisk, ekki hvaða fisk sem er, nefnilega Atlantshafs-laxinn, Salmo Salar.
Flugan er það eina sem þeir sjá, flugan er lykillinn, flugan er það sem ætti að fá fiskinn til að yfirgefa legustaðinn sinn og taka fluguna af ákveðni. Hvernig þú veiðir skiptir að sjálfsögðu máli en flugan er þungamiðjan í veiðiaðferðum mínum. Ég hef örugglega hnýtt tugi þúsunda afbrigða í tilraunum mínum, sumar góðar, sumar ekki svo góðar og sumar bara allsekki góðar.

Við hjá Frödin Flies viljum meina að okkar flugur séu þær bestu á markaðnum og þær eru sannarlega frábærar.
Ég byrjaði að þjálfa hnýtarana fyrir mörgum árum, ekki bara að kenna þeim að hnýta laxaflugur, heldur eins og ég vildi hafa þær hnýttar. Fá rétta prófílinn, keiluformið og útlit flugunnar í vatninu. Hver einasti snúningur á þræði er uppá nákvæma tölu og allt efni mjög vandlega valið. Öll hönnun á okkar flugum kemur frá reynslu af þúsundum veiðidaga og þúsundum af veiddum löxum.

“Góð fluga ætti að líta út fyrir að hún bíti sundur tauminn og syndi sjálf í burtu”

Með bestu laxaflugum í heimi!

Veiðimenn í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi og annarstaðar í Evrópu
eru allir með flugurnar hans í boxinu sínu. Á Íslandi hafa flugurnar hans
eins og Patagorva, Mikeli Blue og Samuraiarnir verið frábærir í íslensku
ánum og veitt frábærlega. Núna þegar hægt er að fá flugurnar hans í minni stærðum þá smellpassa þær í okkar ár….”

Hilmar Hanson