Árið 2016 setti Wychwood 2 glænýar gerðir af flugustöngum á markað – Truefly T2 seríuna, og flaggskipið RS seríuna – hér lítum við á þessar stangir og skoðum hvað þær hafa uppá að bjóða fyrir veiðimanninn…

Truefly nafnið hefur fylgt Wychwood merkinu í gegnum nokkur tímabil nú þegar, en nú var blásið til sóknar og úrval flugustanganna víkkað út með því að hanna og búa til nýja seríu af stöngum sem situr ofar en Truefly línunnar sem til er nú þegar.

Nafnið T2 var augljóst val – önnur kynslóð Truefly stanganna – og það sem þessar stangir hafa upp á að bjóða er að þær eru jafn einfaldar í notkun og ódýrari félagar þeirra, stangarefni sem sem þolir margvíslega kasttækni, stangarefni sem nógu eftirgefanlegt að hægt sé að nota það í allar tegundir veiði.
Stangirnar eru einkum ætlaðar fyrir vatnaveiði, og hægt er að velja allt frá skammdrægum stöngum fyrir minni vötn að mjög langdrægum stöngum fyrir stærri vötn – en stærðir stanganna eru 9, 9.6, og 10 fet að lengd ætlaðar fyrir línuþyngdir 5-8.

Gríðarlega gott er að taka upp línuna með middle-to-top virkninni sem stöngin bíður uppá, og með kraftinum sem dreifist um miðhluta stangarinnar munu byrjendur ekki eiga í neinum vandræðum með stöngina. Þetta er einnig stöng sem lengra komnir munu vilja nota.

Útlitið á T2 stöngunum er glæsilegt; fallega flöskugrænt stangarefnið með silfur vafningum gefur þessum stöngum mikinn glæsileika án þess að þú gleymir því þó að um sé að ræða nútímalegar stangir – carbon hjólstætið sér til þess. Lykkjur eru léttar, upphækkaðar snákalykkjur, með stórri stripp lykkju neðst. Handföngin eru 100% korkur samsett í smáatriðum og koma í full eða half wells eftir tegundum.

T2 series - Flugubúllan

Lengd Hlutar Línuþyngd Virkni Handfang
9 fet 4 5 Miðlungs Half Wells
9 fet 4 6 Miðlungs Half Wells
9.6 fet 4 6 Miðlungs Full Wells + EH
9.6 fet 4 7 Miðlungs Full Wells + EH
10 fet 4 6 Miðlungs Full Wells + EH
10 fet 4 7 Miðlungs Full Wells + EH
10 fet 4 8 Miðlungs Full Wells + EH

Ef við snúum okkur nú að RS línunni, þá fara hlutirnir að verða virkilega áhugaverðir.
Hjarta þessara stanga er ‘Kraftur’; og þó þessar stangir séu ekki endilega eingöngu fyrir vana kastara, þá njóta þessar stangir sín fullkomnlega hjá veiðimönnum sem hafa þróaðan kaststíl, sem geta þannig náð sem mestu úr þeim krafti sem er til staðar í stangarefni stangarinnar.
Á meðan T2 stangirnar hafa mun hefðbundnari virkni, þá er virkni RS stanganna eins nálægt hraðri virkni eins og hægt er að komast. Og þó það sé svo, þá er nægjanleg eftirgjöf í toppnum til að hægt sé að egna fyrir fiski með léttum taum, og barátta við fisk er því gert með öryggi án þess að snöggar rokur setji taumaefnið í neina hættu.

Útlit flaggskipsins, RS línunnar, er einnig svo glæsilegt að fólk tárast; grá-matt Toray carbon stangarefni með svörtum og silfur vafningum, og með ofur-léttum lykkjum, PacBay stripp lykku, og carbon hjólsæti, lítur þessu stöng út ótrúlega, og tilfinningin er ólýsanleg.

Á stærstu veiði-viðskiptasýningu Evrópu sumarið 2016, EFTTEX, sýndi Wychwood þetta nýjasta flaggskip sitt í flugustöngum, RS seríuna, og því miður rétt missti af fyrsta sæti í flokknum ‘Besta flugustöngin‘.
RS serían frá Wychwood hlaut samt annað sætið þar sem henni var stillt upp við hlið stærstu vörumerkja heims.

Gefin eru verðlaun í öllum flokkum veiðinnar, og eru valin af sérlegri dómnefnd sem skipuð er af ýmsum innherjum í bransanum og fréttamönnum frá öllum hornum Evrópu.
Verðlaunin fyrir bestu flugustöngina hlaut SAGE fyrir SAGE-X stöngina.

RS Series - Flugubúllan

Lengd Hlutar Línuþyngd Virkni Handfang
9 fet 4 5 Mið- Hröð Half Wells
9 fet 4 6 Mið- Hröð Half Wells
9.6 fet 4 6 Mið- Hröð Full Wells + EH
9.6 fet 4 7 Mið- Hröð Full Wells + EH
10 fet 4 7 Mið- Hröð Full Wells + EH
10 fet 4 8 Mið- Hröð Full Wells + EH

Útsýringar á handföngum

 

FW= Full Wells
FW handfang - Flugubúllan

 

 

FW + EH = Full Wells + Extended Handle
Framlenging á handfangið ( þekkt sem Fighting Butt ) bætir jafnvægi stangarinnar og eykur ánægju þegar fiskur er þreyttur.
FW_EH handfang - Flugubúllan

 

 

HW = Half Wells
Oftast notað á minni stangastærðir s.s. 9′ #6 og neðar
RHW handfang - Flugubúllan