Skipulag, merkingar og hárbeittur hnífur til að klippa tauminn.
Taktu til í spólufrumskóginum þínum á einfaldan máta. STROFT tauma spólukerfið kemur í 2 útgáfum; þriggja spólu kerfi og fimm spólu kerfi og báðar útgáfur koma með lanyard ól og klippu til að festa kerfið við veiðivestið eða töskuna.
Kemur með spóluhúsum sem kemur í veg fyrir að taumaefnið fari út um allt. Á hverju spóluhúsi er lítið gat sem taumurinn er dreginn í gegnum, en að auki er geymslurás með stömu svampefni til að koma í veg fyrir að taumurinn skríði til baka. Hárbeittur hnífur til að klippa tauminn í þeirri lengd sem óskað er. Hnífurinn er hárbeittur og getur skorið 0.40mm taum án nokkurra vandræða.
Auk þess fylgja merkimiðar með til að merkja spóluhúsin svo það sé nú klárt hvaða taumaefni er í hverju húsi.
Þetta er snilldargræja sem steinliggur!
Settið inniheldur:
- 5 klippihringi
- 1 spóluhaldara fyrir 5 spólur
- 1 lanyard strappa
- 15 límmiða
- 1 leiðbeingamiða
Spólur sem passa í þetta kerfi:
- GTM 25m – til og með 10.5kg
- GTM 50m – til og með 5.4kg
- ABR 25m – til og með 10.5kg
- FC2 25m – til og með 8.6kg