Það hefur tekið Patagonia mörg ár í erfiðri hönnun, miklar rannsóknir og stöðugar prófanir til að koma með nýja Swiftcurrent vöðlulínu. Og biðin var þess virði. Swiftcurrent vöðlurnar gera hlutina einfaldlega betri.
Swiftcurrent dömuvöðlurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir konur og koma þessar fjölhæfu H2No® öndurnarvöðlur með EZ-Lock axlarböndum sem gerir kleift að breyta vöðlunum í mittisvöðlur með einu handtaki.
Vatnsheldur innri vasi, fóðraðir vasar að utanverðu, teygjanlegur vasi að framan og sérstaklega styrktir og mótaðir vöðlusokkar.
Tæknilegar upplýsingar:
- Endingargott H2No® vatnsheldnisefni, endurunnin Polyester microfiber skel með vatnsheldni/öndunar þröskuld og DWR (durable water repellent – endingargóð vatnsfráhrinding) húðun.
- Byggðar með einföldum saum fyrir betri endingu og klofbót fyrir meiri hreyfanleika og þægindi.
- Stillanlegar, fljót-losanlegar axlarólar; Belti úr öruggri teygju og lykkjur að framan og aftan fyrir beltið.
- Innra skipulag: Vatnsheldur vasi sem er hægt að kippa fram; tvær línur fyrir tæki eða tól; miðhanki að aftan til að hengja vöðlurnar upp til þerris.
- Ytra skipulag: tveir vasar til að hlýja sér á höndum.
- Framsettar skálmar, öflugar sandhlífar yfir ökkla.
- Vinstri og hægri fótar hönnun á sokkum með minna rúmmál og meiri sokkalögun til aukinna þæginda við lengri íveru.
VÖÐLUSTÆRÐIR
STÆRÐ | BRJÓSTMÁL (CM) | MITTISMÁL (CM) | KLOFMÁL (CM) | SKÓSTÆRÐ (UK) | LÍKAMSHÆÐ | |
---|---|---|---|---|---|---|
SRM | Small – Regular length | 84-89 | 94-97 | 80 | 8-10 | 165-172 |
MRM | Medium – Regular Length | 91-97 | 99-104 | 80 | 8-10 | 165-172 |
LRM | Large – Regular Length | 99-101 | 106-112 | 80 | 8-10 | 165-172 |
XRM | X-Large – Regular Length | 106-114 | 114-122 | 80 | 8-10 | 165-172 |
Guideline Alta 2.0 vöðluskórnir eru hágæða ofurléttir vöðluskór sem drekka í sig lítið vatn og aðlaga vel sig að fætinum. Nútímalegir og teknískir vöðluskór þar sem allt efni hefur verið sérstaklega valið til að skórnir verði eins léttir og endingargóðir og mögulegt er.
Einfaldlega hið fullkomna val fyrir langar göngur og veiðar.
Skórnir eru framleiddir úr Airmesh næloni sem hefur verið húðað með lokuðum sellum til að hindra að efnið drekki í sig vatn. Þetta gerir hönnunina flotta og endingagóða. Þeir munu ekki drekka í sig vatn og eru því léttir og þægilegir allan daginn.
Skórnir eru svo fóðraðir að innan með neoprene sem ver vöðlusokkinn gegn sliti. Tungan er einnig úr neoprene. Og til að minnka alla mengun í framleiðsluferlinu og þegar skórnir eru í notkun, þá er ekkert fluororcarbon notað og hafa þeir enga DWR húðun.