Í mörg ár hafa Nautilus fluguhjólin hraðað framförum í byggingu og hönnun á fluguhjólum og verið árum á undan iðnaðarstaðlinum.
Stanslaus drifkraftur Nautilus er ástæðan fyrir því að þeir eru alltaf í fremstu röð. Aldrei sáttir.
Öll fluguhjól Nautilus eru framleidd í Bandaríkjunum og eru meðal stærstu og eftirsóttustu fluguhjólaframleiðendum heims. Ekki er óalgengt að sjá Nautilus fluguhjól vera í vinningssæti í keppnum en hjólin hafa rakað til sín mörgum af eftirsóttustu verðlaununum á stærstu vörusýningunum í faginu.
Nautilus X serían eru hjól með opinn-ramma, hönnuð fyrir léttleika, styrk, mjúkan inndrátt og hraða upptöku á línu. X serían er með sterkbyggða bita sem ná frá miðju og upp að hinum víða línuvarnargarði.
Öll þessi horn í X hönnuninni verja spóluna þar sem hún oftast gæti komist í snertingu við jörðina þegar stönginni er hallað upp að vegg eða bíl.
Hið nýja SCF-X bremsukerfi er algerlega þétt Teflon® og koltrefja diskabremsa. Bremsan er stillt með stórum og þægilegum bremsuhnappi sem veitir gott grip á yfirborði og áferð sem hentar vel fyrir blauta og kalda fingur.
Spólan er ný viðbót inn í hina gríðarlega léttu, verðlaunuðu Giga arbor hönnun. Hún er léttari en nokkur önnur spóla í svipaðir stærð sem Nautilus hefur framleitt.
HANNAÐ FYRIR LÉTTLEIKA, STYRK, MÝKT OG HRAÐA.
- XCT bremsa: Lokað koltrefja og Teflon® bremsukerfi
- Bremsuhnappur í yfirstærð til að aðlagast betur blautum, slímugum og köldum skilyrðum
- Giga arbor spóla fyrir hraðvirka línuupptöku og fljótari þornun á undirlínu
- X-laga ramminn býður upp á betri handstýringu og verndar spóluna frá því að skemmast við högg
- Þrjár rammastærðir og þrjár spólur mæta öllum þörfum í línuþyngd 4 til 9
MÓDEL | LÍNA | ÞYNGD | GETA |
---|---|---|---|
XM | #4/5 | 116gr | WF5 + 105m undirlína |
XL | #6/7 | 133gr | WF7 + 150m undirlína |
XL MAX | #7/9 | 133gr | WF8 + 175m undirlína |