Reach fluguhjólin frá Guideline. Að okkar mati bestu fluguhjólin undir 20.000,- kr, hið fullkomna val fyrir alla byrjendur og þá sem vilja ekki eyða of miklu.
Reach fluguhjólin eru ekki eingöngu frábærlega verðlögð miðað við frammistöðu, heldur koma þau með nútímalegri hönnun og mjög sterku bremsukerfi sem venjulega er ekki hægt að finna í hjólum á þessu verði. Hið sannreynda bremsukerfi Reach hjólanna hefur verið þróað og aðlagað frá dýrari fluguhjólum Guideline sem hægt er að fínstilla með stórum bremsuhnappi. Það skiptir engu máli hvaða fisk þú ert að fara að veiða í nágrenninu, þú getur treyst bremsunni í Reach hjólunum 100%.
Og jafnvel ef þú ferð að eltast við fisk í söltum sjó, s.s. sjóbirting, þá getur þú hiklaust notað Reach fluguhjólið þar sem bremsukerfið er algerlega þétt og er því tilbúið fyrir slíka veiði. Frábært hjól fyrir alla þá sem ekki vilja kafa of djúpt í vasann.
Þessi large arbor hjól eru steypt úr hágæða áli til að tryggja gæði og fölskvalausa virkni, og koma með CNC áferð. Með large arbor hönnuninni á þessum léttu hjólum getur maður dregið hratt inn og minnkað líkurnar á flækjum. Opin grindarhönnun hjólanna flýtir fyrir þornun á flugulínunni eftir veiðar.
Með Reach hjólunum hefur Guideline núna sýnt fram á að áreiðanlegar veiðigræjur þurfa ekki að vera dýrar og kemur hér með nútímalegt fluguhjól sem hentar fyrir einhendur frá línuþyngdum 5 til 9.
Í hnotskurn:
- Nútímalegt hjól þar sem þú færð mikið fyrir peninginn
- Nákvæmt, mjúkt bremsukerfi
- Stór bremsuhnappur fyrir fínstillingu
- Koltrefjabremsukerfi
- Vinstri eða hægri inndráttur
- Nútímaleg hönnun
- Large Arbor hönnun
- Litur: svartur / appelsínugulur
Módel | Stærðir | Þyngd | Geta |
---|---|---|---|
Reach #56 | 86×37 mm | 128gr | WF 6 + 75 m/20lbs undirlína |
Reach #67 | 95×39 mm | 140gr | WF7 + 100 m/20lbs undirlína |
Reach #79 | 100×41 mm | 150gr | WF8 + 125m/20lbs undirlína |