Kaitum XT vöðlurnar eru hannaðar með naumhyggju að leiðarljósi, samt með aukageymsluplássi og þægindum. Allar vetvangsprófanir sýndu að útkoman er frábær. Efnið í vöðlunum er bluesign® vottað 3-laga Nylon Taslan, að hluta til með Hexagon-styrkingum og lágmörkun sauma á innanverðum fótleggjum gerir þær endingarbetri. Fyrir utan hreinlega hönnunina hafa þessar vöðlur kengúru-vasa til að hlýja sér á höndum og stóran teygjanlegan vasa með YKK® rennilás. Að aftan er hægt að stilla vöðlubeltið hátt eða lágt. Sokkarnir eru með Comfort™ -sniði og sandhlífarnar eru með skókrækjum til að halda þeim á sínum stað. Að innan er vasi sem hægt er kippa upp, góður fyrir síma eða lykla.
HREINT-ALLA-LEIÐ
Aðalefnið í þessum vöðlum er bluesign® vottað Nylon Taslan og er sjálfbært en samt endingargott. Sylgjur og aðrar smærri innsetningar eru bluesign® samþykktar vörur frá þriðja aðila. Kaitum XT vöðlurnar frá Guideline eru fluorocarbon frí vara.
Í HNOTSKURN
- Teygjanleg og stillanleg axlabönd.
- Stór, teygjanlegur möskva-vasi að framan með YKK® rennilás.
- Handvermi-vasi í kengúrustíl.
- Teygjanlegt vöðlubelti með hátt/lágt stilingu að aftan.
- Hexagon styrkingar á framfótum og sæti.
- Sandhlífar með krækju til að festa við vöðluskó.
- Comfort™ sniðnir vöðlusokkar til að koma í veg fyrir krumpur í vöðluskónum.
- Útfellanlegur innri vasi með YKK® rennilás.
ÖNDUN | 3000 |
LITUR | Kolagrátt |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 3-laga 100% Nælon Taslan |
VATNSHELDNI | 20000 |
ÞYNGD | 880gr í stærð Large |