Í sínum verðflokki eru Halo hjólin með leiðandi eiginleika í öllu efnisvali og framleiðslu. Þessi “large arbor” hjól eru steypt úr hágæða áli til að tryggja gæði og fölskvalausa virkni. Allar gerðirnar eru með heilli grindarhönnun á ramma fyrir stöðugleika og til að koma í veg fyrir að þunnar línur festist milli spólu og ramma. Hönnun sem mætir kröfum frá öllum þeim fjölda af flugulínum sem til eru í dag. Með “large arbor” hönnuninni á þessum léttu hjólum getur maður dregið hratt inn og minnkað líkurnar á flækjum. Mjúkt, nákvæmt og lokað inndráttarkerfið hefur sannað sig vel með áralangri notkun við allar aðstæður. Sex gerðir af Halo eru í línunni, allt frá Euro Nymphing, silungs- og laxveiði til geggjaðra bardaga í hitabeltisveiði.
HÖNNUN OG INNDRÁTTARKERFI
Halo fluguveiðihjólið er byggt með nútímalegu diskakerfi þar sem carbon og ryðfríum diskum er raðað saman. Til að hámarka frammistöðu og hönnun var valið að vinna með tvær stærðir og tvö inndráttarkerfi fyrir smærri og stærri hjólin. 1,5 kg drátt neðst á spólunni í 3 minni gerðunum og 4 kg í 3 stærri gerðunum. Þetta tryggir bestu notkunina á drættinum þegar barist er við fisk. Það er auðvelt að skipta um inndráttarátt og tekur aðeins örfáar mínútur. Brúnirnar á spólunni og bakinu á hjólinu eru með inngröfnum hringjum til að gefa hjólinu Halo-áhrifin. Allar gerðirnar hafa sama útlitið nema bremsuhnappinn. Stærri gerðirnar eru með stærri krómaðann hnapp en minni gerðirnar hafa minni hnapp með blárri plötu í miðjunni.
GERÐIR
#23 – Fyrir einhendur #2 til #4 og flugulínur uppí WF #4 (WF #4 + 80m af 20lbs undirlínu) Frábært hjól í Euro Nymphing.
#45 – Fyrir einhendur #4 og #5 + 80m af 20lbs undirlínu.
#67 – Fyrir silungsveiði með straumflugum á einhendur #6 og #7. Passar líka á léttar Switch stangir með ULS og Compact skothausum upp að #7. Dæmi: WF #7 +100m af 20lbs undirlínu.
#89 – Fyrir öflugri einhendur og Switch stangir frá #7-#9. Hjólið tekur WF8 +100m af 30lbs undirlínu eða skothaus 7/8 + compline +100m af 30lbs undirlínu.
#79DH – Léttari tvíhendur #7/8 og #8/9 með pláss fyrir skothaus, skotlínu og ca. 200m af 30lbs undirlínu. Einnig góður kostur fyrir einhendur #9-#10 fyrir t.d. hitabeltisveiðar.
#911DH – Þessi stærð er fyrir tvíhendur #8/9 til #10/11 og er með gott pláss fyrir undirlínu og skotlínu (+250m/30lbs). Öflugt hjól í laxveiði á tvíhendu og einnig í krefjandi hitabeltisveiði, t.d. Tarpon og GT á einhendum fyirir línuþyngd #11-12.
AÐALATRIÐI
CNC skorin hönnun.
Lokað inndráttarkerfi með sérsniðnum krafti milli gerða til að henta því sem ætlast er til af hjólinu.
Auðvelt að breyta V/H inndrátt.
Black Stealth litur á ramma og spólu með krómuðum hnöppum og smærri hlutum.
Hjólin koma í nylon hjólapoka.
Aukaspólur fáanlegar í öllum stærðum.
Módel | Stærðir | Þyngd | Geta |
---|---|---|---|
HALO #45 | 92x63x28mm | 123gr | 66 cm3 WF 5 + 80m/20lbs undirlína |
HALO #67 | 98x66x30mm | 135gr | 86 cm3 WF 7 + 100m 20lbs undirlína |
HALO #89 | 102x66x30mm | 206gr | 103,5 cm3. WF8 +100m 30lbs undirlína |
HALO #79DH | 106x62x33mm | 219gr | 146 cm3. #8/9 skothaus, skotlína + ca. 200m 30lbs undirlína |