Compline II er með örlítið minna þvermál á þynnstu hliðinni en eldri útgáfan og með aðeins meira rétthyrnt form. Hún hefur jafn mikla teygju en er svolítið mýkri í meðhöndlun, sérstaklega þegar hún er notuð nokkra daga í röð.
Vegna lægra þvermáls, mælir Guideline með að nota þessa línu í örlítið hærri brotstyrk en eldri útgáfuna.
Til dæmis er 50 lbs Compline II mjög góð á fyrir línuþyngd 9/10 og 10/11, 42 lbs útgáfan virkar vel fyrir línuþyngd 8/9 og 7/8 og 35 lbs útgáfan er mjög góð með Switch og einhendum. 25lbs útgáfan er fullkomin fyrir einhendur og tengingar við ULS. Verandi svolítið sveigjanleg, þá hefur þessi lína nokkra umframkosti þegar kemur að því að teygja úr henni og útrýma misfellum sem koma þegar flækja kemur á línuna.
Hún liggur rétt í köldu veðri og teygist auðveldlega. Flatari og víðari prófíllinn er meira vatnsfráhrindandi þegar kastað er og minnkar örlítið kastlengdina miðað við eldri útgáfuna en leggst því mun betur.