Ertu að leita að léttustu og mest tæknivæddustu flugustöng á markaðnum? Beint af borði hins goðsagnakennda Steve Rajeff kemur það nýjasta í hönnun flugustanga parað saman við hátækni: G.Loomis Asquith.
Asquith FW fyrir línuþyngdir 4 til 6 eru gerðar fyrir allar tegundir af silungsveiði og Asquith SW fyrir línuþyngd 7 og ofar eru einnig seltuþolnar og eru fyrir stærri fiska, bæði í ferskvatni og sjó. Hvaða módel sem þú munt velja þér, þá ertu að fá stöng sem er línuþyngd léttari en NRX og hefur eina léttustu kastsveigjuþyngd sem til er.
Stangarhlutar:
Spiral-X Technology – Í samvinnu við Shimano eru Asquith stangirnar fyrstu flugustangir heims til að vera byggðar með hinni nýju “Spiral-X tækni” frá Shimano. Og auk þess að þetta geri stöngina léttari, þá er sagt að Spiral-X bæti flutning krafts sem myndast í toppnum, niður í hendi og auki alla næmni.
Stangarhlutarnir eru dökkgrænir og með dökk græna vafninga. Þær eru ólýsanlega fallegar.
Lykkjur:
Fuji SiC Stripping lykkjur m/Títaníum ramma – Það er engin leið að búa til létta stöng án þess að nota í það léttustu íhlutina. Títaníum lykkjur eru ekki einungis allt að 65% léttari en lykkjur úr ryðfríu stáli, heldur eru þær einnig yfir þrisvar sinnum sterkari og algerlega seltuheldar. Lykkjurnar eru klæddar með sílíkonkarbíð sem er demantsfægt til að verjast viðnámi og auka kastgetu.
Títaníum og Nikkel snákalykkjur – Asquith stangirnar koma með hefðbundnum hágæða títaníum snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum.
Hjólsæti:
Sérsniðið Bambus álhjólsæti – Asquith fyrir línuþyngdir 4 til 6 skarta sérsniðnu álhjólsæti með einni læsingu og gríðarlega fallegri, umhverfisvænni bambusklæðningu sem er framleidd af sömu aðilum og framleiða stýrin fyrir Lexus.
Skauthúðað álhjólsæti – Asquith stangir fyrir línuþyngdir ofar línuþyngd 6 koma allar með algerlega seltuheldu skauthúðuðu álsæti með tveim læsingum.
Stangarhólkur:
Álhólkur – Eins og allar hágæða G.Loomis stangir, koma Asquith stangirnar í álhólk og taupoka til að verja stöngina í flutningum eða á ferðalögum.
Virkni stangar: Hröð
Handföng:
A Half-Wells:
B Full-Wells með fight butt:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
ASQ FW 490-4 | #4 | 9′ | 4 | Hröð | A |
ASQ FW 590-4 | #5 | 9′ | 4 | Hröð | A |
ASQ FW 690-4 | #6 | 9′ | 4 | Hröð | A |
ASQ SW 790-4 | #7 | 9′ | 4 | Hröð | B |
ASQ SW 890-4 | #8 | 9′ | 4 | Hröð | B |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|