Asquith serían frá G.Loomis er einfaldlega orðin að goðsögn. Það er hreint með ólíkindum hvað hægt er að pakka mörgum hátæknilegum atriðum í eina stangarseríu. Asquith Spey eru tvíhendurnar í seríunni og ekki hægt að segja annað en að þær séu ótrúlegar. Samspil af einkaleyfisvarinni tækni frá Shimano og einstakri stangarframleiðslu gera Asquith tvíhendurnar kraftmiklar, nákvæmar og auðveldar að kasta með. Asquith tvíhendurnar hlaða djúpt og eru einstaklega áhrifaríkar, sem gera langa daga og mörg köst áreynslulaus.
Þetta er ein besta tvíhendan á markaðnum … prófaðu að kasta með einni og þú munt skilja af hverju.
Stangarhlutar:
Spiral-X Technology – Í samvinnu við Shimano eru Asquith stangirnar fyrstu flugustangir heims til að vera byggðar með hinni nýju “Spiral-X tækni” frá Shimano. Og auk þess að þetta geri stöngina léttari, þá er sagt að Spiral-X bæti flutning krafts sem myndast í toppnum, niður í hendi og auki alla næmni. Asquith Spey tvíhendurnar eru rúllaðar í Kumamoto, Japan, og handkláraðar í Woodland, Washington.
Stangarhlutarnir eru dökkgrænir og með dökkgræna vafninga. Þær eru ólýsanlega fallegar.
Lykkjur:
Fuji SiC Stripping lykkjur m/Títaníum ramma – Það er engin leið að búa til létta stöng án þess að nota í það léttustu íhlutina. Títaníum lykkjur eru ekki einungis allt að 65% léttari en lykkjur úr ryðfríu stáli, heldur eru þær einnig yfir þrisvar sinnum sterkari og algerlega seltuheldar. Lykkjurnar eru klæddar með sílíkonkarbíð sem er demantsfægt til að verjast viðnámi og auka kastgetu.
Títaníum og Nikkel snákalykkjur – Asquith stangirnar koma með hefðbundnum hágæða títaníum snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum.
Hjólsæti:
Skauthúðað hjólsæti úr áli – Asquith Spey tvíhendurnar koma með skauthúðuðu álhjólsæti sem er algerlega varið gegn allri tæringu og með tvöfaldri hjóllæsingu. Bæði hjólsætið og læsingarnar eru fullkomnar til að halda þungum tvíhenduhjólum föstum við stöngina.
Stangarhólkur:
Álhólkur – Eins og allar hágæða G.Loomis stangir, koma Asquith stangirnar í álhólk og taupoka til að verja stöngina í flutningum eða á ferðalögum.
Virkni stangar: Hröð
Handfang:
Spey:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
ASQ 6129-4 | #6 | 12’9″ | 4 | Hröð | Spey |
ASQ 7130-4 | #7 | 13′ | 4 | Hröð | Spey |
ASQ 8136-4 | #8 | 13’6″ | 4 | Hröð | Spey |
ASQ 9140-4 | #9 | 14′ | 4 | Hröð | Spey |
ASQ 10150-4 | #10 | 15′ | 4 | Hröð | Spey |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|