Menn spyrja sig

Ef horft er yfir úrval vöðlutaskna á markaðnum í dag er ljóst að úrvalið er gríðarlega fjölbreytt frá hinum ýmsu framleiðendum. Pokar og töskur, fagurlega skreytt með felumynstri eða vörumerki og jafnvel stundum hægt að nota sem mottu einnig á meðan farið er í vöðlurnar.
Allar þessar vöðlutöskur eiga hinsvegar eitt sameiginlegt – þetta eru pokar eða töskur þar sem þú þarft að brjóta vöðlurnar saman og loka niður í töskuna, og jafnvel hafa vöðluskóna í sama rými. Svo er töskunni lokað og farið á veiðistað, milli veiðistaða, eða heim. Og oft þegar komið er heim eftir langan veiðitúr er öllu hent inn í geymslu eða skúr og gleymist þá oft að taka vöðlurnar upp úr töskunni eða pokanum – og þá getur farið svo að vöðlurnar fari að mygla. Og um leið og myglan byrjar að myndast þá brotnar öndunarfilman niður og getur hlífðarfilman skemmst þannig að vöðlurnar fari að leka.

Og menn spyrja sig – af hverju að setja dýru nýju vöðlurnar í kuðlingi ofan í poka? Ekki eru draktirnar eða jakkafötin sem kostaðuðu skyldinginn sett ofan í poka til geymslu þar til næst. Eigum við ekki að hugsa aðeins betur um þessa dýru vöru sem er svo nauðsynleg til að veiðitúrinn verði ánægjulegur og þægilegur.

Hönnunarteymi Wychwood horfðu á allar hliðar þessa máls og hönnuðu tösku sem að margra mati er sögð “heimins besta vöðlutaska

Ekki láta vöðlurnar mygla ofan í poka.

Wychwood vöðlutaskan er nýstárleg lausn til að flytja og geyma öndunarvöðlur, vöðluskó, háf, og í raun allan blautan fatnað.
Vöðlunum er pakkað á einfaldan máta í þessa einstöku vöðlutösku. Þú einfaldlega hengir vöðlurnar í töskuna eins og um jakkaföt væri að ræða!

Hún kemur með stóru forneti og Duraflex klippum fyrir vöðlurnar og útkoman er einfaldur flutningur. 

Þegar heim er komið er hægt að hengja töskuna upp í geymslunni eða bílskúrnum og vöðlurnar og skórnir þorna í töskunni þar sem notast er við Drop N’Dry kerfi Wychwood.

Á veiðistað er taskan svo lögð á jörðina og mjúk neoprene motta í miðri töskunni er notuð til að standa á meðan farið er í eða úr vöðlunum.

Hvað segja viðskiptavinirnir

Mæli svo sannarlega með! 👌👌👌

Liv Marit Mathilde Aurdal / Facebook

Á svona og mæli eindregið með þeim

Hjalti Þór Þorkelsson / Facebook

Mæli með! 👌

Árni Kristinn Skúlason / Facebook

Þessar eru góðar 😎

Daði Magna / Facebook

Ég er með þessa…og einnig búinn að gefa eina slíka í afmælisgjöf alveg frábærar töskur!

Hafþór Óskarsson / Facebook

Þetta er einhver besta græja sem ég hef nokkurn tíman átt, algjör snilld. Get ekki ímyndað mér neitt sem fer betur með vöðlur í geymslu og í flutningi en þessi taska.

Hjörtur Þór Grétarsson / Facebook

Ætlar þú að skella þér á eina?

Smelltu þér á þína eigin Wychwood vöðlutösku ef þú hefur sannfærst nú þegar – annars skaltu lesa áfram. Sendum þér vöðlutöskuna án sendingarkostnaðar samdægurs eða næsta virka dag um land allt.

Stútfull af eiginleikum

  • Hengdu vöðlurnar í töskuna eins og um jakkaföt væri að ræða með því að nota sterkar og endingargóðar Duraflex klippurnar!
  • Hægt er að hengja vöðlutöskuna upp til geymslu og þá þorna vöðlurnar á meðan þær eru í töskunni, þar sem notast er við Drop N’ Dry kerfi frá Wychwood. Við mælum hinsvegar alltaf með að vöðlurnar séu settar á rönguna einnig til að þær geti einnig þornað að innan.
  • Sérstakt netahólf/vasi til að geyma vöðluskóna, blauta sem þurra.
  • Sérstakt hólf þar sem hægt er að geyma silungaháf.
  • Hægt að festa 2 stangarhólka utan á töskuna með því að nota þar til gerða strappa.
  • Á töskunni miðri er mjúk neoprene motta sem hægt er að standa á þegar farið er í og úr vöðlunum.
  • Fjölmargir netavasar þar sem hægt er að geyma blauta hanska eða annað smálegt.

Þetta er því nýstárleg og algerlega frábær lausn til að flytja og geyma öndunarvöðlur og í raun allan blautan fatnað (öll blotnum við einhverntíman).

Hywel hengir upp vöðlurnar!