Flaggskip Wychwood er RS stangarlínan.
Háklassa stangir með framúrskarandi afköst. RS línan er einfaldlega sú besta sem Wychwood hefur framleitt og hefur verið lofömuð hér á landi.
RS2 stangirnar eru byggðar á hinum verðlaunuðu RS stöngum og koma með bætta virkni og upplifun, hvort sem þú ert í fínlegri þurrfluguveiði eða þú sért að kasta fyrir þann stóra með stórum straumflugum, enda voru RS stangirnar upprunalega gerðar fyrir þá veiðimenn sem vilja aðeins meira afl og afköst.
Wychwood RS2 stangirnar eru með virkni sem er örlítið hægari en hraðar stangir sem þýðir að mögleikar á mismunandi köstum er miklu meiri, sama hvaða veiðiaðferð er verið að nota.
Löng köst eru auðveld þar sem hraður toppurinn býr til mikinn hraða á línuna og þröngar lúppur.
Einnig er auka kraftur alveg neðst í stönginni sem er vel merkjanlegur og lifandi, ólíkt því sem er í stífari stöngum. Þessi tilfinning skilar sér vel í þessum stöngum þegar þú ert með fisk á, og öll stöngin er að vinna. Þegar stöngin svignar í svona heild getur þú yfirbugað fiskinn mun fyrr, og án þess að setja of mikið álag á létta tauma.
RS2 línan nær yfir allar vinsælustu stærðirnar sem henta fyrir vötn og straumvatn.
Þetta glæsilega flugustangatilboð inniheldur eftirfarandi:
- Wychwood RS2 flugustöng að eigin vali – stöng sem byggð er á hinum verðlaunuðu RS stöngum sem lentu í öðru sæti sem besta stöngin á EFTTEX sumarið 2016 þar sem SAGE X varð í fyrsta sæti!
- Wychwood RS2 fluguhjól sem passar stönginni
- Wychwood Connect Series flugulína að eigin vali og undirlína
ATHUGIÐ að flugulínurnar eru ekki til í öllum línuþyngdum – áður en gengið er frá pöntun kynnið ykkur hvaða gerð af flugulínu er til í hvaða númerum. Ef mistök eru gerð í pöntun munu sölumenn okkar hafa samband og saman gera breytingu.
Hafðu samband við sölumenn ef þú þarft aðstoð við að setja saman þína stöng – við erum á vaktinni í tölvupóstfanginu info@flugubullan.is