Glæsilegt flugustangarsett með hinni nýju FLOW flugustöng frá Wychwood.
Pakkinn kemur með Wychwood Flow fluguhjóli (sem var valið besta nýja fluguhjólið á EFTTEX vörusýningunni fyrir nokkrum árum) og Guideline Coastal Evolve flotlínu.
Allt uppsett og tilbúið til að fara að veiða.
Um FLOW stöngina:
Ný lína af FLOW flugustöngum sem mætir kröfum í nútíma fluguveiði með fallegri hönnun og nýjustu tækni í virkni og framleiðslu á ótrúlega hagstæðu verði.
- Carbon hjól-sæti
- Bygging: Margþættar carbon þynnur
- 4 hluta
- Samsetningarmerki milli hluta
- Cordura hólkur utan um stöngina
- Snákalykkjur úr hertu krómi
Um FLOW hjólið:
Þetta fallega hjól kom fyrst á markað árið 2012 eftir að hafa unnið titilinn “Besta nýja fluguhjólið” á EFTTEX vörusýningunni árið 2011 og var haldin var á Spáni það árið, en hjólinu var þar stillt upp við hlið stærstu vörumerkja heims.
Á EFTTEX vörusýningunni, sem haldin er ár hvert, eru gefin verðlaun í öllum flokkum veiðinnar og eru valin af sérstakri dómnefnd sem skipuð er af ýmsum innherjum í bransanum og fréttamönnum víðsvegar frá Evrópu.
Ótrúlega falleg hönnun og fullkomið jafnvægi gerir þetta hjól framúrskarandi í öllum aðgerðum.
- Framleitt úr áli
- Innanhús hönnun
- Fullkomið jafnvægi
- Silkimjúk vinnsla
- Hálfþéttur Rulon hemill
- Mjög létt
- #5/6 158gr
- #7/8 166gr
Um Guideline Coastal flugulínuna:
Coastal Fast Intermediate línan hefur í nokkur ár verið kölluð Veiðivatnalínan og ekki að ástæðulausu, hún hentar ákaflega vel við veiðar í Veiðivötnum.
Coastal Evolve er einnig fáanleg sem flotlína. Coastal línurnar er klæddar fyrir meira hraða og eiginleika til að snúa þeim í vindi.
Allar Coastal línurnar hafa verið endurbættar með örlitið þynnri rennslishluta sem eykur kastlengdina verulega vegna minni núnings við lykkjurnar sem fæst með minna þvermáli línunnar.
Línurnar eru með tveggja tóna ljósgrænan og gulan lit – hausinn ljósgrænn og hleðsluhlutinn gulur.
Hauslengd á línu #8 er 9.8m/32.2ft, hausþyngd er 19.5gr og heildarlengd er 32m/105ft