Það markar viss tímamót núna ár hvert þegar Veiðilíf Flugubúllunnar kemur út, enda markar það upphaf veiðitímabilsins – tímabilsins sem sem við öll erum búin að vera að bíða eftir svo óskaplega lengi frá því að tímabilinu lauk árinu á undan. Veiðilíf 2021 er núna komið út, en Veiðilíf 2021 er vöru- og upplýsingabæklingur Flugubúllunnar fyrir 2021.
Það er langur mildur vetur að baki og án efa margir farnir að setja sig í gírinn að hefja skemmtilegt veiðitímabil. Það er verið kalt veður í kortunum í upphafi þessa tímabils, en ört víkja kaldir dagar og við tekur fallegt sumar eins og þau gerast best á Íslandi. Og á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa núna hvað er þá betra en að hafa gott lesefni við höndina.
Efnisinnihald og umgjörð Veiðilífs er einstaklega vandað, en þar er að finna upplýsingar um flestar vörur sem verða í boði hjá Flugubúllunni árið 2021.
En einnig eru þarna ýmsar smágreinar:
- Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner játar ást sína
- Nils Folmer segir frá helvítis Guðmundi
- Benni velur í boxið
- Raggi og Laxamúsin!
- Veiðihnútarnir eru á sínum stað
- Og svo margt fleira…
Öll hönnun og umbrot þessa vandaða bæklings er eins og áður í höndum starfsmanna Flugubúllunnar sjálfar og eru notaðar margar skemmtilegar myndir úr Íslenskri náttúru og frá íslenskum veiðimönnum og konum.
Fáðu þitt fría eintak sent heim.