Það hefur tekið Patagonia mörg ár í erfiðri hönnun, miklar rannsóknir og stöðugar prófanir til að koma með nýja Swiftcurrent vöðlulínu. Og biðin var þess virði. Swiftcurrent vöðlurnar gera hlutina einfaldlega betri.
Swiftcurrent dömuvöðlurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir konur og koma þessar fjölhæfu H2No® öndurnarvöðlur með EZ-Lock axlarböndum sem gerir kleift að breyta vöðlunum í mittisvöðlur með einu handtaki.
Vatnsheldur innri vasi, fóðraðir vasar að utanverðu, teygjanlegur vasi að framan og sérstaklega styrktir og mótaðir vöðlusokkar.
Tæknilegar upplýsingar:
- Endingargott H2No® vatnsheldnisefni, endurunnin Polyester microfiber skel með vatnsheldni/öndunar þröskuld og DWR (durable water repellent – endingargóð vatnsfráhrinding) húðun.
- Byggðar með einföldum saum fyrir betri endingu og klofbót fyrir meiri hreyfanleika og þægindi.
- Stillanlegar, fljót-losanlegar axlarólar; Belti úr öruggri teygju og lykkjur að framan og aftan fyrir beltið.
- Innra skipulag: Vatnsheldur vasi sem er hægt að kippa fram; tvær línur fyrir tæki eða tól; miðhanki að aftan til að hengja vöðlurnar upp til þerris.
- Ytra skipulag: tveir vasar til að hlýja sér á höndum.
- Framsettar skálmar, öflugar sandhlífar yfir ökkla.
- Vinstri og hægri fótar hönnun á sokkum með minna rúmmál og meiri sokkalögun til aukinna þæginda við lengri íveru.
VÖÐLUSTÆRÐIR
STÆRÐ | BRJÓSTMÁL (CM) | MITTISMÁL (CM) | KLOFMÁL (CM) | SKÓSTÆRÐ (UK) | LÍKAMSHÆÐ | |
---|---|---|---|---|---|---|
SRM | Small – Regular length | 84-89 | 94-97 | 80 | 8-10 | 165-172 |
MRM | Medium – Regular Length | 91-97 | 99-104 | 80 | 8-10 | 165-172 |
LRM | Large – Regular Length | 99-101 | 106-112 | 80 | 8-10 | 165-172 |
XRM | X-Large – Regular Length | 106-114 | 114-122 | 80 | 8-10 | 165-172 |
Korkers Buckskin Mary vöðluskórnir eru hinir einu sönnu vöðluskór, pakkaðir með frammistöðu og þægindum, hannaðir fyrir grjótharða kvenkyns veiðimenn.
Hannaðir sérstaklega fyrir konur með OmniTrax® skiptanlegum sólum til að aðlaga sig að öllum veiðiaðstæðum sem upp koma.
Hraðþornun: Vatnsfráhrindandi efni = hraðari þornun (minnkar dreifingu á sýklum og bakteríum).
Endingargildi: Þykkari miðsóli, rispu- og skurðarþolið gúmmí yfir tásvæði sem nær yfir á hliðarnar og gúmmíblandað, núningsþolið RockGuard gerviefni.
Vatnslosun: Vatn rennur út í gegnum innri rásir og útum göt á hliðunum fyrir ofan sólan, fjarlægjir umfram vatn og þyngd.
Reimakerfi: Hefðbundnar reimar með endingargóðum, tæringarvörðum lykkjum og hællás sem veitir þétta og örugga íveru.