Geggjað flugustangarsett frá Leeda sem inniheldur allt sem þarf til að byrja fluguveiði.
Settinu fylgja veiðigleraugu frá Wychwood.
Í settinu er:
Leeda Profil 10′ #7 flugustöng
Fullkomin flugustöng fyrir straumvatn og stöðuvötn.
- Stangarhlutar með skemmtilegri virkni
- Virkni frá miðju að toppi
- Half wells handfang
- Léttar snákalykkjur
- Kemur í taupoka.
Leeda RTF 7/8 fluguhjól
RTF fluguhjólin frá Leeda voru hönnuð til að bjóða upp á frábæra virkni, gæði og eiginleika fyrir nýja veiðimenn sem vilja kynnast sportinu. Þessi hjól henta fyrir flestar aðstæður sem veiðimaðurinn kann að lenda í, allt frá litlum vötnum og tjörnum að stærri stöðuvötnum.
RTF hjólin koma líka fullbúin með öllu sem er nauðsynlegt að hafa til að eiga ánægjulega stund á bakkanum. Eina sem þú þarft að gera er að þræða línuna í gegnum stangarlykkjurnar, hnýta góða flugu á tauminn og byrja að veiða.
- Einstaklega sterkur og léttur grafít rammi og spóla
- Large arbor hönnun
- Mjúk bremsa
- LA 7/8 stærð hjóls: kemur með 100m af undirlínu og flotlínu sem hentar stönginni og 6lbs kónískum taumi
Wychwood polarized veiðigleraugu
Gæða veiðigleraugu með svartri umgjörð og gúmmí yst á örmum svo þau haldist betur.
Brún polycarbonate polarized linsa til að minnka þreytu í augum.