Pakkatilboð á Laxá 2.0 ZIP rennilásavöðlum og Laxá 2.0 Traction vöðluskóm með negldum gúmmísóla.
Framleiddar úr sterku 4-laga nylon efni með 20000mm vatnsheldni og 5000g/m2/24 klst rakafærsluhimnu. Umhverfisvæn, án PFOA, DWR yfirborðsmeðferð hrindir frá óhreinindum og vatni af ytri skelinni. Innsaumarnir á vöðlunum eru fjarlægðir með Sidewinder™ hönnuninni frá Guideline sem leiðir af sér góða hreyfigetu og þægilega mátun. Hátt við brjóstkassann eru tveir stórir vatnsheldir vasar með rennilásum og bak við þá eru flís fóðraðir vasar til að hlýja sér á höndum.
Vatnsheldur TIZIP® rennilásinn býður upp á hámarks sveigjanleika og styrk sem gerir þér auðvelt að fara í og úr vöðlunum.
Stillanlegar axlarólar, þrjár sterkar beltislykkjur ásamt teygjanlegu og stillanlegu vöðlubelti.
Við kálfa eru sterkar og þykkar sandhlífar með gúmmístyrkingu á teygjulínungunni.
Sérskornir neoprene sokkarnir eru með háa þéttni, passa vel og eru vinstri/hægri lagaðir til að auka þægindi.
TÆKNIUPPLÝSINGAR Vöðlur
Öndun | 5000 |
Litur | Granít |
Efni | Fjögurra laga Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Laxá 2.0 Traction vöðluskórnir eru léttir og þægilegir vöðluskór úr nyloni og gervi-leðri. Þetta gerir þá endingargóða og fljótþornandi. Innanverðir skórnir eru fóðraðir með neoprene og taui í efri hluta sem gerir þá einstaklega þægilega til íveru. Þeir koma með negldum gúmmísóla.