Pakkatilboð á Laxá 2.0 ZIP rennilásavöðlum og Laxá 2.0 felt vöðluskóm.
Framleiddar úr sterku 4-laga nylon efni með 20000mm vatnsheldni og 5000g/m2/24 klst rakafærsluhimnu. Umhverfisvæn, án PFOA, DWR yfirborðsmeðferð hrindir frá óhreinindum og vatni af ytri skelinni. Innsaumarnir á vöðlunum eru fjarlægðir með Sidewinder™ hönnuninni frá Guideline sem leiðir af sér góða hreyfigetu og þægilega mátun. Hátt við brjóstkassann eru tveir stórir, vatnsheldir vasar með rennilásum og bak við þá eru flís-fóðraðir vasar til að hlýja sér á höndum.
Vatnsheldur TIZIP® rennilásinn býður upp á hámarks sveigjanleika og styrk sem gerir þér auðvelt að fara í og úr vöðlunum.
Stillanlegar axlarólar, þrjár sterkar beltislykkjur ásamt teygjanlegu og stillanlegu vöðlubelti.
Við kálfa eru sterkar og þykkar sandhlífar með gúmmístyrkingu á teygjulínungunni.
Sérskornir neoprene sokkarnir eru með háa þéttni, passa vel og eru vinstri/hægri lagaðir til að auka þægindi.
TÆKNIUPPLÝSINGAR Vöðlur
Öndun | 5000 |
Litur | Granít |
Efni | Fjögurra laga Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Laxá 2.0 felt vöðluskórnir eru léttir og þægilegir vöðluskór úr nyloni og gervi-leðri. Þetta gerir þá endingargóða og fljótþornandi. Innanverðir skórnir eru fóðraðir með neoprene og taui í efri hluta sem gerir þá einstaklega þægilega til íveru.