Laerdal vöðlurnar frá Guideline eru sérsniðnar fyrir konur. Hlýjar og þægilegar að hreyfa sig í á löngum veiðidögum og fáanlegar í venjulegum stærðum og aðeins rýmri Queen stærðum.
Þegar Guideline ákvað að byrja að framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team-inu, til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Þægindi og hreyfanleiki eru lykilatriði á löngum veiðidögum og þessvegna koma þessar vöðlur í bæði venjulegum stærðum og aðeins rýmri stærðum nefndar Queen.
Vöðlurnar koma með fullkominni blöndu af 4 laga slitsterku efni frá mitti og niður, og 3 laga léttara og hreyfanlegra efni fyrir ofan mitti. Sniðið yfir bringuna er extra hátt til að halda betur hita og það, ásamt WAS™ sniði um mittið, gerir þessar vöðlur afskaplega þægilegar að vera í allan daginn í allskyns aðstæðum.
Með stillanlegu Elevator™ axlaböndunum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örskotstundu sem er gríðarlega þægilegt á heitum dögum eða í löngum göngutúrum.
Bringusvæðið hefur marga eiginleika, s.s. rúmgóðan vasa, flísfóðraða vasa til að hlýja sér á höndum, útdraganlegan hangandi vasa og tækjastiku fyrir tól og tæki. Athugið samt að vasarnir eru ekki vatnsþéttir, þannig að ekki má geyma síma, bíllykla m/fjarstýringu eða annan rafbúnað í þessum vösum.
Vel hannaður sokkurinn er búinn til með sjálfbærustu og hagnýtustu lausninni sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika. Sandhlífarnar eru úr sama efni og aðalefnið í vöðlunum með krók til að festa við vöðluskóna.
Liturinn á vöðlunum er grænleitur og kolagrár.
Efnið er 3-laga ofan mittis með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Neðan mittis er 4-laga efni með vatnsheldnistuðul uppá 30000 mm og öndun 7000 g/m2/24h.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Þyngd | 880gr / stærð S |
Korkers Buckskin Mary vöðluskórnir eru hinir einu sönnu vöðluskór, pakkaðir með frammistöðu og þægindum, hannaðir fyrir grjótharða kvenkyns veiðimenn.
Hannaðir sérstaklega fyrir konur með OmniTrax® skiptanlegum sólum til að aðlaga sig að öllum veiðiaðstæðum sem upp koma.
Hraðþornun: Vatnsfráhrindandi efni = hraðari þornun (minnkar dreifingu á sýklum og bakteríum).
Endingargildi: Þykkari miðsóli, rispu- og skurðarþolið gúmmí yfir tásvæði sem nær yfir á hliðarnar og gúmmíblandað, núningsþolið RockGuard gerviefni.
Vatnslosun: Vatn rennur út í gegnum innri rásir og útum göt á hliðunum fyrir ofan sólann, fjarlægjir umfram vatn og þyngd.
Reimakerfi: Hefðbundnar reimar með endingargóðum, tæringarvörðum lykkjum og hællás sem veitir þétta og örugga íveru.