Glæsilegar vöðlur frá Guideline, sérsniðnar fyrir konur og nefndar eftir drottningu allra áa, Laerdal, með Laerdal vöðlujakka og Alta 2.0 vibram vöðluskóm.
Laerdal vöðlurnar frá Guideline eru sérsniðnar fyrir konur. Hlýjar og þægilegar að hreyfa sig í á löngum veiðidögum og fáanlegar í venjulegum stærðum og aðeins rýmri Queen stærðum.
Þegar Guideline ákvað að byrja að framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team-inu, til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Þægindi og hreyfanleiki eru lykilatriði á löngum veiðidögum og þessvegna koma þessar vöðlur í bæði venjulegum stærðum og aðeins rýmri stærðum nefndar Queen.
Vöðlurnar koma með fullkominni blöndu af 4 laga slitsterku efni frá mitti og niður, og 3 laga léttara og hreyfanlegra efni fyrir ofan mitti. Sniðið yfir bringuna er extra hátt til að halda betur hita og það, ásamt WAS™ sniði um mittið, gerir þessar vöðlur afskaplega þægilegar að vera í allan daginn í allskyns aðstæðum.
Með stillanlegu Elevator™ axlaböndunum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örskotstundu sem er gríðarlega þægilegt á heitum dögum eða í löngum göngutúrum.
Bringusvæðið hefur marga eiginleika, s.s. rúmgóðan vasa, flísfóðraða vasa til að hlýja sér á höndum, útdraganlegan hangandi vasa og tækjastiku fyrir tól og tæki. Athugið samt að vasarnir eru ekki vatnsþéttir, þannig að ekki má geyma síma, bíllykla m/fjarstýringu eða annan rafbúnað í þessum vösum.
Vel hannaður sokkurinn er búinn til með sjálfbærustu og hagnýtustu lausninni sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika. Sandhlífarnar eru úr sama efni og aðalefnið í vöðlunum með krók til að festa við vöðluskóna.
Liturinn á vöðlunum er grænleitur og kolagrár.
Efnið er 3-laga ofan mittis með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Neðan mittis er 4-laga efni með vatnsheldnistuðul uppá 30000 mm og öndun 7000 g/m2/24h.
LYKILATRIÐI
- Extra hátt bringusvæði til varnar vatnsgangi og til að auka hlýju.
- Stillanleg Elevator™ axlabönd til að breyta vöðlum í mittisvöðlur.
- Einn stór brjóstvasi með rakaheldum rennilás.
- Tækjastika fyrir tæki og tól.
- WAS™ stillanlegt mitti til að nota án vöðlubeltis.
- Nylonofið vöðlubelti með hátt/lágt stillingu.
- Hnésvæði sniðið með hreyfanleika að leiðarljósi.
- Sandhlífar með krók til að festa við vöðluskóna.
- Comfort Plus™ sniðnir sokkar til að koma í veg fyrir krumpur þegar farið er í vöðluskóna.
- Sokkar gerðir úr Yulex® náttúrulegu gúmmí.
- Útdraganlegur vasi.
- Poki utan um vöðlur fylgir.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Öndun | 7000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Þyngd | 880gr / stærð S |
Laerdal vöðlujakkinn fyrir konur er með fullkomið snið til að verjast erfiðum aðstæðum, sérhannaður fyrir aðstæður þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt.
Þegar Guideline ákvað að byrja framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team liðinu; til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Rýmra snið á réttum stöðum verndar gegn erfiðum veðurskilyrðum eins og vatni, vindi og kulda en er samt sérhannaður veiðijakki þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt. Jakkinn er gerður úr 3-laga nylon efni sem stenst öll veðurskilyrði með þægindi að leiðarljósi.
Stíf hettubrúnin hjálpar að hylja andlitið við erfið veðurskilyrði. Tveir háttsettir vasar fyrir flugubox, spólur o.fl. ásamt tækjastiku fyrir tæki og tól. Þegar kólnar í veðri, setur þú hendurnar í flísklæddu vasana til að klára daginn.
Liturinn er grænleitur með kolagráum áherslum á minni svæðum. 3-laga nylonið er með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Í HNOTSKURN
- Þrívíddarstillanleg hetta og stíf hettubrún virkar frábærlega, einnig með húfu eða derhúfu.
- Rakaþéttur YKK AquaGuard® rennilás að framan og á vösum.
- Tveir háir vasar fyrir flugubox, spólur o.fl.
- Sniðin niður að aftan til að halda betur hita.
- Flísklæddir vasar til að hlýja sér á höndum.
- Tool Bar™ tækjastika fyrir tól og tæki.
- Neðri faldur með stillanlegri reim og möskvum til að losa vatn.
- Sérsniðnir olnbogar til að auka hreyfigetu.
- DuoDrag™ lokun á ermum.
- D-hringur fyrir háfinn.
- Innri vasi.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Öndun | 20000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon |
Efni | 3-laga 100% Nylon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Þyngd | 575gr / stærð S |
Rennilásar | YKK Vislon™ og Aquaguard™ |
Guideline Alta 2.0 vöðluskórnir eru hágæða ofurléttir vöðluskór sem drekka í sig lítið vatn og aðlaga sig vel að fætinum. Nútímalegir og teknískir vöðluskór þar sem allt efni hefur verið sérstaklega valið til að skórnir verði eins léttir og endingargóðir og mögulegt er.
Einfaldlega hið fullkomna val fyrir langar göngur og veiðar.
Skórnir eru framleiddir úr Airmesh næloni sem hefur verið húðað með lokuðum sellum til að hindra að efnið drekki í sig vatn. Þetta gerir hönnunina flotta og endingagóða. Þeir munu ekki drekka í sig vatn og eru því léttir og þægilegir allan daginn.
Skórnir eru fóðraðir að innan með neoprene sem ver vöðlusokkinn gegn sliti. Tungan er einnig úr neoprene. Og til að minnka alla mengun í framleiðsluferlinu og þegar þeir eru í notkun, þá er ekkert fluororcarbon notað í skóna og þeir hafa enga DWR húðun.