Pakkatilboð á Guideline HD Sonic Zip vöðlum og Guideline Laxá 2.0 Traction vöðluskóm með negldum gúmmísóla.
Hágæða vöðlur sem er gerðar fyrir krefjandi aðstæður og eru 7 cm hærri fyrir erfið vaðskilyrði.
Með rennilás og stillanlegum Elevator ™ axlaböndum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örfáum sekúndum sem er einstaklega þægilegt á hlýjum dögum eða í löngum gönguferðum.
Ef þú ert að leita að slitsterkum, hágæða öndunarvöðlum með mikla hreyfigetu og nóg af vösum, skaltu ekki leita lengra.
Samsetning á slitþolnasta 4 laga efninu frá Guideline og svo léttara 3 laga efninu, sem hefur einstaka öndunareiginleika, er hin fullkomna uppskrift fyrir tíðar fluguveiðar.
Vatnsheldur TIZIP® rennilásinn býður upp á hámarks sveigjanleika og styrk sem gerir þér auðvelt að fara í og úr vöðlunum.
Það eru tveir vel staðsettir, aðgengilegir vasar að framan og einn innri vasi, allir með rakaþolnum YKK AquaGuard® rennilásum. Athugaðu samt að þessir vasar eru ekki vatnsþéttir, þannig að þú skalt ekki geyma síma eða annan rafbúnað í þeim.
Vel hannaður sokkurinn er með sjálfbærustu og hagnýtustu lausnina sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika.
Sandhlífarnar eru áfastar og þægilegar, gerðar úr Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og passa vel yfir vöðluskóna.
Efni: 3-laga fyrir ofan mitti og 4-laga fyrir neðan mitti. Vatnsheldnistuðullinn í vöðlunum er 20.000 mm með öndun 8.000 g/m2/24 klst.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 8000 |
Litur | Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Þyngd | 1165gr / stærð L |
Rennilásar | TIZIP® vatnsheldur að framan – YKK AquaGuard® rakaþolnir á vösum |
Laxá 2.0 Traction vöðluskórnir eru léttir og þægilegir vöðluskór úr nyloni og gervi-leðri. Þetta gerir þá endingargóða og fljótþornandi. Innanverðir skórnir eru fóðraðir með neoprene og taui í efri hluta sem gerir þá einstaklega þægilega til íveru.