Pakkatilboð á Guideline HD Sonic Zip vöðlum og Korkers Terror Ridge vöðluskóm sem sagt er að sé það allra besta!
Hágæða vöðlur sem er gerðar fyrir krefjandi aðstæður og eru 7 cm hærri fyrir erfið vaðskilyrði.
Með rennilás og stillanlegum Elevator ™ axlaböndum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örfáum sekúndum sem er einstaklega þægilegt á hlýjum dögum eða í löngum gönguferðum.
Ef þú ert að leita að slitsterkum, hágæða öndunarvöðlum með mikla hreyfigetu og nóg af vösum, skaltu ekki leita lengra.
Samsetning á slitþolnasta 4 laga efninu frá Guideline og svo léttara 3 laga efninu, sem hefur einstaka öndunareiginleika, er hin fullkomna uppskrift fyrir tíðar fluguveiðar.
Vatnsheldur TIZIP® rennilásinn býður upp á hámarks sveigjanleika og styrk sem gerir þér auðvelt að fara í og úr vöðlunum.
Það eru tveir vel staðsettir, aðgengilegir vasar að framan og einn innri vasi, allir með rakaþolnum YKK AquaGuard® rennilásum. Athugaðu samt að þessir vasar eru ekki vatnsþéttir, þannig að þú skalt ekki geyma síma eða annan rafbúnað í þeim.
Vel hannaður sokkurinn er með sjálfbærustu og hagnýtustu lausnina sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika.
Sandhlífarnar eru áfastar og þægilegar, gerðar úr Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og passa vel yfir vöðluskóna.
Efni: 3-laga fyrir ofan mitti og 4-laga fyrir neðan mitti. Vatnsheldnistuðullinn í vöðlunum er 20.000 mm með öndun 8.000 g/m2/24 klst.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 8000 |
Litur | Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Þyngd | 1165gr / stærð L |
Rennilásar | TIZIP® vatnsheldur að framan – YKK AquaGuard® rakaþolnir á vösum |
Terror Ridge vöðluskórnir frá Korkers eru stútfullir af þægindum svo þú náir lengra.
Það getur skipt sköpum að vera í réttu vöðluskónum, hvort dagurinn verði ánægjulegur, eða hvort þú sért einungis að komast í gegnum daginn.
Korkers hafa í meira en hálfa öld hannað og þróað sterkan skóbúnað fyrir fjölbreyttar all-terrain aðstæður.
Hönnunin er byggð á göngum um erfiða árbakka Oregon fylkis og veita Korkers skórnir allt það grip og öryggi sem þörf er á, en eru á sama tíma einstaklega þægilegir. Vöðluskór eins og Terror Ridge eru gerðir til að hjálpa þér að geta gert meira án þess að þurfa meiri græjur.
Þér mun líða einstaklega vel í hvaða útiveru sem er með eiginleikum eins og negldum sólum, innri vatnsrásum, núningsþolnum miðsólum og fullkomnu máti fyrir fæturna. Einnig er hægt að skipta um sólana og þannig aðlaga sig að mismunandi aðstæðum.
- OmniTrax® skiptanlegu sólarnir aðlaga grip skóna að öllum aðstæðum í veiði. Tvennir sólar fylgja, felt og gúmmí.
- Einstakt kerfi sem læsir hælnum og festir allan fótinn.
- Hraðþornandi vatnsfráhrindandi efni. Minnkar hættuna á dreifingu á bakteríum.
- Koma með hefðbundnum reimum og ryðfríum málmhringjum.
- Formuð, höggvarin TPU táhlíf fyrir hámarksendingu og varðir saumar fyrir langvarandi endingu.
- Vatn rennur í gegnum innri rásir og út frá miðjum sóla og kemur í veg fyrir umframþyngd vatns.