Glæsilegt pakkatilboð með Guideline Elevation einhendu, Alfa Arctic fluguhjóli og Guideline Bullet flotlínu, eða sambærilegri línu.
Guideline Elevation
Elevation stangarserían frá Guideline eru ofurléttar, miðlungshraðar stangir, hannaðar fyrir veiðimenn á öllum stigum.
Framleiðsluferlið á þessum byltingarkenndu stöngum er sjálfbært með áherslu á umhverfisvæna íhluti, allra nýjustu efnin og tæknina.
Guideline hefur hafið græna vegferð að vörum framleiddum eftir sjálfbærum leiðum og mun þessi stöng verða vegvísir að framtíðarstöngum Guideline. Unnið hefur verið hörðum höndum í þróunarferlinu að gera þessar stangir að besta vali fyrir alla veiðimenn sem annt er um umhverfið. Í þróun á stangarhlutunum var allt efni sem ekki var nauðsynlegt fjarlægt. Það hefur gefið Guideline einnig þann möguleika að fylgjast með orku og krafti hvers stangarhluta af mun meiri nákvæmni. Þessar stangir eru ótrúlega léttar og með mikla virkni, en samt sterkustu ‘venjulegu’ stangirnar sem Guideline hefur framleitt.
Stangirnar eru með næman topp sem er einstaklega stöðugur og nákvæmur með smátt vaxandi mýkri sveigju niðureftir stangarhlutunum niður í kraftmikinn neðsta hluta. Það er einstaklega ljúft og einfalt að kasta með þessa virkni í stönginni, með mikla fyrigefningu og framkallar nákvæm köst með miklum línuhraða. Stangirnar hafa allar frábæra línutilfinningu og henta fyrir allar gerðir af kaststílum.
Þetta eru frábærar grænni nútímastangir með virkni sem hentar veiðimönnum á öllum stigum.
Hin ótrúlegu Alfa fluguhjól frá Finnlandi.
Þúsundir þekkja Alfa flughjólin, ekki einungis vegna hins sérstaka litavals, heldur einnig vegna þess að hér er á ferð hágæða finnsk hönnun og framleiðsla!
Nafnið segir allt sem segja þarf; ARCTIC – hreint, tært og listrænar hönnunarlínur með fullkomnu bremsukerfi. Með því að nota bestu efni sem völ er á, hafa hönnuðir og verkfræðingar Alfa skapað gríðarfallegt villidýr. Náttúra norðursins og list hafa verið drifkraftur í sköpun á þessu fallega útliti. Ekki einungis er það útlitið sem máli skiptir, heldur er það innihaldið sem skiptir álíka miklu máli. Alfa teymið hefur skapað einstakt nútíma bremsukerfi með hámarks bremsukrafti sem er samt sem áður einstaklega mjúkt.
ARCTIC hjólin koma öll með fjöldiska koltrefja bremsukerfi, sem Alfa teymið vill meina að sé skilvirkasta efnið sem til er, til að standast mikinn hita án þess að slitna. Ólíkt öðrum bremsukerfum sem nota kork, plast eða fjölliða efni, þá þjappast koltrefjar ekki né rýrna, bráðna eða brenna. Það hefur gert Alfa teyminu kleift að búa til hágæða bremsukerfi sem er mjög traust og endingargott. ARCTIC 3 er með 7.5kg / 16lb bremsukraft.
Ekki er þörf á að nota nein verkfæri þegar inndrætti er snúið.
ARCTIC 3 er ótrúlega gott silungsveiðihjól. Hentar vel upp að línuþyngd 6 og á samt gott pláss fyrir mikið af undirlínu sem er gott að hafa þegar sá stóri tekur.