Pakkatilboð á Guideline Alta Sonic TZip vöðlum og Guideline Laxá 2.0 Traction vöðluskóm með negldum gúmmí sóla.
Þú munt taka eftir þeim strax í nýjum hönnunaratriðum á Alta Sonic TZip vöðlunum, en vertu viss um að taka eftir bættum árangri í efni með enn betri öndun og vatnsheldni, auk léttari heildarþyngd.
Þessar vöðlur hafa enga sauma. Ultra Sonic samsuðu-tækni er notuð á öllum helstu samsetningum. Ný skurðartækni hefur gert það kleift að nota tvær mismunandi gerðir af Taslan Nylon efni sem nýtist með sterkari og meira slitþolnu efni að framan, innanverðum fótum og á sætisvæðinu, á meðan minna krítísk álagssvæði eru léttari með öðru efni. Skurðurinn útilokar sauma á innanverðum fótum en viðheldur réttri mátun og frelsi til hreyfinga.
Í vatnshelda aðalrennilásinn hefur Guideline valið að nota þýska TiZip vörumerkið sem býður upp á betri sveigjanleika og styrk.
Tveir lóðréttir vasar fyrir stór flugubox, en vinsamlegast athugaðu að þessir vasar eru EKKI vatnsheldir og geymdu því ekki í þeim rafeindabúnað eða annað sem er viðkvæmt fyrir raka og bleytu. Ennfremur eru tveir möskva-vasar með nóg pláss fyrir aukahluti.
Flís klæddir vasar á hliðunum til halda höndunum heitum í köldu veðri.
Á báðum hliðum við aðalrennilásinn eru lóðréttar verkfærastikur, D-hringur aftan á vöðlunum og öruggt 5 mm neoprene vöðlubelti.
Neoprene sokkarnir hafa gúmmístyrkingu og sveigjanlegu neoprene sandhlífarnar eru þéttar með krækju-festingu í vöðluskóna.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grafít/Kol |
Efni | Fjögurra laga 100% Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 25000 |
Þyngd | 1183gr / stærð L |
Rennilásar | TiZip vatnsheldir á framhlið |
Laxá 2.0 Traction vöðluskórnir eru léttir og þægilegir vöðluskór úr nyloni og gervi-leðri. Þetta gerir þá endingargóða og fljótþornandi. Innanverðir skórnir eru fóðraðir með neoprene og taui í efri hluta sem gerir þá einstaklega þægilega til íveru. Þeir eru með negldum gúmmísóla.