Pakkatilboð á Guideline Alta Sonic TZip vöðlum og Terror Ridge vöðluskóm frá Korkers.
Þú munt taka eftir þeim strax í nýjum hönnunaratriðum á Alta Sonic TZip vöðlunum, en vertu viss um að taka eftir bættum árangri í efni, með enn betri öndun og vatnsheldni, auk léttari heildarþyngd.
Þessar vöðlur eru með enga sauma. Ultra Sonic samsuðu-tækni er notuð á öllum helstu samsetningum. Ný skurðartækni hefur gert það kleift að nota tvær mismunandi gerðir af Taslan Nylon efni, sem nýtist með sterkari og meira slitþolnu efni að framan, innanverðum fótum og á sætisvæðinu, á meðan minna krítísk álagssvæði eru léttari með öðru efni. Skurðurinn útilokar sauma á innanverðum fótum, en viðheldur réttri mátun og frelsi til hreyfinga.
Í vatnshelda aðalrennilásinn hefur Guideline valið að nota þýska TiZip vörumerkið sem býður upp á betri sveigjanleika og styrk.
Tveir lóðréttir vasar fyrir stór flugubox, en vinsamlegast athugaðu að þessir vasar eru EKKI vatnsheldir og geymdu því ekki í þeim rafeindabúnað eða annað sem er viðkvæmt fyrir raka og bleytu. Ennfremur eru tveir möskva-vasar, svo það er nóg pláss fyrir aukahluti.
Flís klæddir vasar á hliðunum til halda höndunum heitum í köldu veðri.
Á báðum hliðum við aðalrennilásinn eru lóðréttar verkfærastikur fyrir festingarbúnað. Það er D-hringur aftan á vöðlunum og vöðlubeltið er úr 5 mm neoprene.
Neoprene sokkarnir hafa gúmmístyrkingu og sveigjanlegu neoprene sandhlífarnar eru þéttar með krækju-festingu í vöðluskóna.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grafít/Kol |
Efni | Fjögurra laga 100% Nælon Taslan |
Vatnsheldni | 25000 |
Þyngd | 1183gr / stærð L |
Rennilásar | TiZip vatnsheldir á framhlið |
Korkers Terror Ridge vöðluskórnir, stútfullir af þægindum svo þú náir lengra.
Það getur skipt sköpum að vera í réttu vöðluskónum, hvort dagurinn verði ánægjulegur, eða hvort þú sért einungis að komast í gegnum daginn.
Korkers hafa í meira en hálfa öld hannað og þróað sterkan skóbúnað fyrir fjölbreyttar all-terrain aðstæður.
Hönnunin er byggð á göngum um erfiða árbakka Oregon fylkis, og veita Korkers skórnir allt það grip og öryggi sem þörf er á, en eru á sama tíma einstaklega þægilegir. Vöðluskór eins og Terror Ridge eru gerðir til að hjálpa þér að geta gert meira án þess að þurfa meiri græjur.
Þér mun líða einstaklega vel í hvaða útiveru sem er með eiginleikum eins og negldum sólum, innri vatnsrásum, núningsþolnum miðsólum, og fullkomnu máti fyrir fæturna. Einnig er hægt að skipta um sólana og þannig aðlaga sig að mismunandi aðstæðum.
- OmniTrax® skiptanlegu sólarnir aðlaga grip skóna að öllum aðstæðum í veiði. Tvennir sólar fylgja, felt og gúmmí.
- Einstakt kerfi sem læsir hælnum og festir allan fótinn.
- Hraðþornandi vatnsfráhrindandi efni. Minnkar hættuna á dreifingu á bakteríum.
- Koma með hefðbundnum reimum og ryðfríum málmhringum.
- Formuð, höggvarin TPU táhlíf fyrir hámarksendingu og varðir saumar fyrir langvarandi endingu.
- Vatn rennur í gegnum innri rásir og út frá miðjum sóla og kemur í veg fyrir umframþyngd vatns.