Alfa 3+ fluguveiðihjól

kr. 30.950

Litli bróðirinn sem gerir allt það sem honum er ætlað, og er hið fullkomna almenna silungsveiðihjól. Fyrir línuþyngdir 3 – 6.

Hreinsa val
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merki: ,

Hin ótrúlegu Alfa fluguhjól frá Finnlandi.

Þúsundir þekkja Alfa flughjólin, og ekki einungis vegna hins sérstaka litavals, heldur einnig vegna þess að hér er á ferð hágæða Finnsk hönnun og framleiðsla!
Ótrúlega falleg og áhrifamikil fluguhjól frá ungu, en samt efnilegu fyrirtæki frá Finnlandi. Hagnýt, sterk, og fáanleg í miklu litrófi.
Rennd úr heilli 6061 airplane grade álblokk, með koltrefja multi-drag bremsu sem hefur verið prófuð til hins ýtrasta!

Þú nærð að pimpa upp hvaða stöng með hjóli frá ALFA, enda er litadýrðin gríðarleg með svo fallegri áferð sem lætur yfirborð hjólsins næstum líta út fyrir að vera krómað – en ofan á það koma öll hjólin í tveim litaafbrigðum.

Hið ótrúlega fallega litraóf sem í boði er fær innblástur úr náttúrunni, og þá sérstaklega norðurljósunum.

Bremsukerfi hjólsins er byggt á koltrefjadiskum og er algerlega þétt, sem þýðir að ef þú vilt breyta inndrættinum þarftu einungis að taka spóluna af. Hinn stóri bremsuhnappur gerir þér kleyft að snúa allt að 1.5 sinnum fullan hring sem þýðir að þú nærð að stilla bremsuna ofurnákvæmt.

ALFA 1+: Litla barnið í Alfa línunni og er fullkomið fyrir stangir fyrir línuþyngd upp að # 4. Það kemur hinsvegar með sama bremsukerfi og 3+ hjólin.
ALFA 3+: Litli bróðirinn sem gerir allt það sem honum er ætlað, og er hið fullkomna almenna silungsveiðihjól. Fyrir línuþyngdir 3 – 6.
ALFA 5+: Fullkomið hjól fyrir allan þyngri silung, sem og stærri sjóbirtinga. Hentar einnig ágætlega í sjávarveiði, svo sem bonefish.
ALFA 9+: Stóri bróðirinn í línunni, fullkomið hjól til að takast á við hvaða krefjandi aðstæður sem er, hvort sem um er að ræða í laxveiði, sem og í sjávarveiði – hentar fyrir tvíhendur og þyngri einhendur.

Upplýsingar:

  • Ofurlétt, miðlungs arbor hjól
  • Djúp, V hönnun í botni spólu fyrir auka undirlínu
  • Multi-disk koltrefja bremsukerfi – einstaklega mjúkt, með gríðarlegum krafti
  • Rennd úr heilli 6061 airplane grade álblokk
  • Bremsuhnappur úr áli
  • Er seltuþolið og með þéttu bremsukerfi
  • Samhæft fyrir Omega 4-D flugustangir
Módel  Línuþyngdir  Þyngd  Þvermál  Þykkt  Rýmd
1+ 1 – 4 150 g 75 mm 33 mm WF 3 + 40 m 20#
3+ 3 – 6 160 g 85 mm 37 mm WF 6 + 100 m 20#
5+ 5 – 8 163 g 96 mm 37 mm WF 8 + 200 m 20#
9+ 8 – 11 187 g 106 mm 39 mm WF 11 + 150 m 20#

Ábyrgðir og þjónusta:
Alfa er ekki að flækja hlutina. Tveggja ára ábyrgð, og þar á eftir er fullkomin þjónusta.
Alfa er metnaðarfullt fyrirtæki með bækistöðvar í Rovaniemi í Finnlandi, rétt ofan við Norðurheimskautsbaug. Allt frá byrjun hafa hönnuðir fyrirtækisins verið með skýrt markmið: að þróa hágæða vörur sem bætir einhverju nýju við fluguveiðina þína! Vörur þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu, eru fallegar, og áræðanlegar.
Hinar hörkulegu aðstæður ofan Norðurheimskautsbaug eru hinn fullkomni leikvangur þegar kemur að hönnun og prófunum á vörum Alfa.

 

Þyngd 1 kg
Alfa 3+ litaval

Black, Midnight Blue, Midnight Orange, Ocean Green, Pink, Turquoise

Umsagnir


Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Alfa 3+ fluguveiðihjól”