Team Wychwood Iceland

Team Wychwood - Flugubúllan

Team Wychwood - Flugubúllan

 

Wychwood er í raun gamalgróið og virt merki í Bretlandi, og hefur á undanförnum 2 árum verið að sækja í sig veðrið, og opna sig enn frekar en þeir hafa gert áður, og þá einnig á alþjóðlegum markaði.
Með hönnunarstjóra Wychwood, Steve Cullen, í fararbroddi eru nýjar hugmyndir, og nýjar hannanir að líta dagsins ljós sem hafa verið að vekja mikla eftirtekt á öllum helstu vörusýningum um gjörvalla Evrópu, og unnið þar til fjölmargra verðlauna.

Það eru ekki margir sem hafa verið í og eru í Team Wychwood til dagsins dag, en þeir sem hingað til hafa verið í þessum félagsskap opinberlega, eru eingöngu breskir professional-ar, og hefur þeirra hlutverk verið að prófa búnað Wychwood til framþróunar á vörunum.

Wychwood Game hafa ákveðið að setja saman Wychwood teymi fyrir Ísland, svokallað Team Wychwood Iceland, og fengu aðstandendur Flugubúllunnar til að finna góða kandidata fyrir verkefnið, sem við höfum núna gert og kynnum hér fyrir árið 2017.

Sem meðlimir Team Wychwood munu íslensku meðlimirnir prófa vörur Wychwood Game í íslenskum aðstæðum, koma til baka með ábendingar, umsagnir, og annað sem getur hjálpað Wychwood til að þróast enn meir. Það eru því líkur á að myndir, umfjallanir og fleira muni sjást á ýmsum stöðum í sumar, ekki eingöngu hér á Íslandi, heldur einnig á Bretlandi.

 

Wychwood teymið á Íslandi

Team Wychwood - FlugubúllanÁrni Kristinn Skúlason

Árni hefur verið með veiðistöng í höndinni síðan hann man eftir sér. Fór ungur með pabba sínum að veiða í Brúará og í Apavatni, eða u.þ.b. 4 eða 5 ára. Lærði að kasta flugu 2012 og hefur síðan verið ástfanginn af listinni og leiknum.

Mestmegnis veiðir Árni andstreymis með tökuvara og púpum þar sem honum finnst skemmtilegast að veiða í straumvatni, og skiptir engu hvort um sé að ræða silung eða lax. Laxinn tekur nefnilega púpurnar alveg jafnt við silunginn.

Hann hefur verið leiðsögumaður í veiði í mörg ár, og má þar af telja Brúará, Eystri Rangá sem eftirlæti hans, sem og í fjölmörgum öðrum ám og vötnum.

 

Team Wychwood - FlugubúllanRobert Nowak

Robert fluttist til Ísland árið 2005, og fann um leið annað og jafnvel betra líf en áður, en það er líf fluguveiðimannsins. Eftir flutninginn til Íslands fannst honum hann væri kominn til himna, ár, vötn, bleikjur, laxar og risavaxnir urriðar – fullkomnun!

Annað áhugamál Roberts eru fluguhnýtingar sem hafa hjálpað honum mikið við að komast í gegnum skammdegið og kulda vetrarmánuðinna. Og það hefur veitt honum ómælda auka ánægju að geta fengið fisk til að taka flugur sem hann hannar og hnýtir sjálfur, og er án efa ein ástæða þess að hann er stöðugt að hnýta nýjar tegundir flugna sem svo margir á Íslandi hafa fengið að kynnast.

„Árin á Íslandi hafa ekki öll verið fullkomin, en algerlega þess virði að hafa komið og hafa getað veitt með öllu því frábæra fólki sem ég hef gert. Hvert ár sem líður veitir mér mikla reynslu og ánægju, og í dag er ég jafnvel orðinn veiðileiðsögumaður í nokkrum ám og vötnum … og ég elska það!“ segir Robert Nowak

Þessi færsla var skrifuð fyrir flokkinn Búllublog. Búðu til hengju með því að smella hér.