NEW YORK: A FISHING METROPOLIS – Fyrri hluti

Wychwood Game - Flugubúllan

Wychwood Game teymið var á farandsfæti fyrir nokkru, og heimsóttu fylkið sem svo mikið er skrifað um, en fáir þekkja, New York. Þeim var lofað mikilli og góðri veiði í fjölbreyttu og fallegu umhverfi … og þeir urðu ekki vonsviknir…

Eins og fyrrverandi hönnunarstjóri Wychwood Game, Paul Richardson, lýsti þessu „Það sem mest kom á óvart í New York er fjölbreytileikinn sem í boði er, hvort sem um er að ræða tegundir fiska, og staðsetningar – sem er fullkomið fyrir okkur til að prófa og sannreyna vörur okkar!“

Ferðin var filmuð og skráð af kvikmyndafyrirtækinu CockworkCloud og er fyrri hluti myndarinnar NEW YORK: A FISHING METROPOLIS sýndur hér. Hér í fyrri hluta myndarinnar fer teymið í þurrfluguparadís, djúpt inn í hinum tignarlegu Catskill fjöllum.

Góða skemmtun!

 

Þessi færsla var skrifuð fyrir flokkinn Myndbönd. Búðu til hengju með því að smella hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *