Kastkennsla hjá Jóa

Lærðu að kasta betur hjá einum lærðasta og færasta flugukastara Íslands, Jóhanni Sigurði Þorbjörnssyni, sem flestir þekkja sem Jóa.

Í samstarfi við Flugubúlluna verður Jói með nokkur einhendu- og tvíhendunámskeið í sumar sem henta bæði byrjendum sem og lengra komnum.

Grunnnámskeiðið er ætlað þeim sem eru að feta sín fyrstu skref í fluguveiði með einhendu og tvíhendu sem og þeim sem vilja fara til baka í gegnum öll helstu grunnatriðin í fluguköstum.

EINHENDUNÁMSKEIÐIN:
Námsvettvangur fyrir einhendu-grunnnámskeiðin hjá Jóa verður við sundlaugina á Rútstúni í Kópavogi og er mæting þangað.
Námskeiðið stendur í 2.5 klst. á milli klukkan 18:30 og 21:00

TVÍHENDUNÁMSKEIÐIN:
Námsvettvangur fyrir tvíhendu-grunnnámskeiðin hjá Jóa verður við Rauðavatn og er mæting þangað.
Námskeiðið stendur í 2.5 klst. á milli klukkan 18:30 og 21:00

Skráning fer fram hér í gegnum vef Flugubúllunnar, og Jói verður svo í kjölfarið í sambandi við umsækjanda. 
Þáttakendur þurfa að taka með sínar eigin stangir.

Allir þeir sem taka þátt í flugukastnámskeiðum á vegnum Flugubúllunnar fá flugustangir á sérstökum sérkjörum – hafið samband við sölumenn.

Verð kr.15.000,- og ath. að hámarksfjöldi á hvert námskeið er einungis 3 manns.

Skráðu þig á námskeið hjá Jóa

Fylltu út neðangreint form til að skrá þig á námskeið hjá Jóa. Jói mun í kjölfarið vera í sambandi varðandi greiðslu og aðrar upplýsingar.
Eftir því sem námskeið munu fyllast munum við taka út þær dagsetningar úr val listanum í forminu.

ALLT UPPSELT AÐ SINNI

 

Hvað er sagt um jóa og námskeiðin?

Get vottað það að það eru fáir sem eru með jafn falleg köst bæði á einhendu sem og tvíhendu og jói.
Þarna lærir fólk
Hafsteinn Már Sigurðsson / Þrír á stöng

Simply the best❤️

Hjörleifur Steinarsson / SVFR
Mæli með 🐟🐟🐟
Mette Pedersen / Veiðikona

Flottur og goður dreingur , frabær kennari

Árni Baldursson / LAX-Á
Algjör fagmaður 🥇👍
Örvar Ægisson
Meistari á ferðinni 😎👍
Steinólfur Þorbjörnsson