Árið 1983 komust nokkrir grjótharðir veiðimenn sem eyddu tíma sínum í að ferðast um heiminn og veiða við erfiðar aðstæður víðsvegar á jörðinni að því að sólgleraugun sem þeir voru að nota voru ekki í takt við þau svakalegu ævintýri sem þeir voru að upplifa.
Að sjá heiminn algerlega skýrt og að vernda augun var lykilatriði.

Þegar þeir gátu ekki fundið sólgleraugu sem uppfylltu þessar kröfur algerlega, á kváðu þeir að búa til sín eigin sólgleraugu.
Og þá kom COSTA fram á sjónarsviðið.

Eftir öll þessi ár og öll þessi ævintýri hefur aldrei verið kvikað frá verkefninu; að búa til bestu sólgleraugu í heimi fyrir stærstu ævintýrin. Einkaleyfi á tækni sem notuð er í linsur og umgjarðir sem aðeins finnast í COSTA gleraugum er sönnun þess að þetta er að takast.

Ein fullkomnustu & skörpustu veiðigleraugun á markaðnum.

Polaroid tæknin sem notuð er í 580 linsurnar frá COSTA er sótt í myndavélatæknina, er einkaleyfisbundin, og er ein ástæða þess að COSTA gleraugun eru þau bestu og skýrustu sem hægt er að fá.

Þau eru með 99.9% polaroid virkni, og veita því fullkomna vörn fyrir sólargeislum fyrir alla sem verja miklum tíma í útivist, og ekki síst við veiðar þar sem endurkast sólar á yfirborði er mikið.

Fullkomin síun á geislum sólar í linsum COSTA gleraugnanna veitir gríðarlega góða vörn gegn útfjólubláum geislum sólar og gefa skýrari sýn og nákvæmari liti. Þau veita frábært sjónsvið á björtum og sólríkum dögum, sem og þegar birta er lítil.

Vegna þessarar síunnar getur veiðimaðurinn núna séð mun betur hvað um er að vera undir yfirborði vatnsins , og greint minnstu smáatriði sem eru á botninum.

580G linsurnar eru framleiddar úr gleri, en 580P linsurnar eru framleiddar úr polycarbon plastefni.
Þar fyrir utan leggur COSTA sitt að mörkum í vernn náttúrunnar og framleiðir umgjarðir COSTA gleraugnanna úr endurunnum netum sem veidd eru upp úr sjónum víðsvegar um heiminn.

Veglegt úrval er í boði fyrir bæði karlmenn og kvenmenn.

Og munið að COSTA eru ekki bara veiðigleraugu, heldur eru þau með bestu hversdags- útivistargleraugum sem fáanleg eru.