ÓVIÐJAFNANLEGT ÚRVAL Fluguhnýtingaefna

Semperfli færir kröfuhörðum fluguhnýturum efnin sem gera drauma þeirra að veruleika.

Fluguhnýtingarefni Semperfli er hannað af vísindamönnum og fluguveiðisérfræðingum og er útkoman úrval óviðjafnanlegra fluguhnýtingaefna, hvert og eitt einstakt og leiðandi á sínu sviði.

Teymið á bak við Semperfli var eftir kaup á fluguhnýtingarefni til margra ára í verslunum um heim allan einstaklega vonsvikið því annaðhvort voru efnin ekki fullnægjanleg fyrir þann gæðastandard sem leitast var eftir eða úrvalið einfaldlega passaði ekki við hina náttúrulegu liti. Til að mynda reyndust mörg hnýtingarefni fyrir litlar flugur vera algerlega ófullnægjandi, fritz efnin reyndust allt of stóran kjarna fyrir fyrir viðkvæmar flugur, en einnig reyndist engin hægðarleikur að fá efni eins og sterka og þunna silkiþræði því raunin var að þeir voru oftast uppseldir hjá söluaðilum.

Teymið ákvað að það væri bara eitt í stöðunni – upphaf áralangrar þróunar á hnýtingarefnum sem myndu henta framtaksömustu fluguhnýtarana og reynslumestu veiðimennina sem er umhugað um náttúruna.
Niðurstaðan – Semperfli er fætt með sitt ótrúlega fagmannlega úrval af fluguhnýtingarefni sem styðst við sérstaka Semperfli litaflóru og litakerfi.

Teymið á bak við Semperfli er einstaklega stolt af þeim efnum sem þeir framleiða. Markmið þeirra hefur ávallt verið að hanna og þróa bestu mögulegu efni til fluguhnýtinga. Nýsköpun, hönnun, auga fyrir smáatriðum, og þróun er það sem er leiðaljós Semperfli.

Árið 2022 hlaut Semperfli bresku Drottningarverðlaunin “Queen’s Award” sem yfirburðar fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum.

ýmsar myndir frá Semperfli pro team

SEMPERFLI - ÞETTA STENDUR ALLT Í NAFNINU

“ALWAYS FAITHFUL, ALWAYS FLY”

Semper fidelis (borið fram á Latínu: [ˈsɛmpɛr fɪˈdeːlɪs]) er latína og þýðir “alltaf trúr” eða “alltaf tryggur”.  Þetta er kjörorð landgönguliðs Bandaríkjanna, en venjulega stytt í Semper fi. En einnig er þetta kjörorð fyrir marga bæji, fjölskyldur, skóla og herdeildir.

Þegar hnýtingarefnin voru þróuð þá voru Semperfli að þróa efni sérstaklega fyrir fluguhnýtingar og fyrir fluguhnýtara. Og þessvegna varð nafnið Semperfli valið sem nafn fyrirtækisins “Always Faithful, Always Fly

Semperfli Nano Silk

Nano Silk hnýtingarþræðirnir eru líklega ein frægasta vara Semperfli. 

Þetta er hinn eini sanni GSP þráður og hefur þann styrk sem alvöru hnýtingaþráður á að hafa. Hann er 10 sinnum sterkari en stál með sama þvermál!

Nano Silk þráðurinn frá Semperfli er talinn vera fyrsta val atvinnuhnýtara á heimsvísu og er sennilega besti GSP þráðurinn á markaðnum. Ofursterkur og fáanlegur í mörgum litum og denier. Hefur hann endalausa möguleika og hentar vel fyrir í allt frá örsmáum micro flugum upp í heljarstórar flugur.

LÁTUM ÞÆR FLJÓTA

Úrvalið af örfínu og ofurléttu döbbefni frá Semperfli á engan sinn líka. Og ekki bara gerðir af efnum fyrir þurrfluguna heldur er litaúrvalið óviðjafnanlegt.

Þarna má til dæmis nefna Kapok döbbefnið sem oft er kallað “flugu-björgunarvestið” vegna hinna ótrúlegu floteiginleika sem það hefur. Kapok viðheldur flogetu flugunnar betur en nokkuð annað náttúrulegt döbb, og það er helmingi þynnra en önnur ofurfín döbbefni.

Einnig er í úrvali Semperfli hefðbundið ofurfínt döbb sem auðvelt er að leysa leysa upp milli fingra og vinna á ýmsan máta. Þægilegt er að blanda þessu efni saman við aðra liti og jafnvel Sparkle eða Ice döbbefninu til að búa til eitthvað einstakt. 

SemperSeal loðselseftirlíkingin er einnig einstök vara. Þetta er hið fullkomna döbbefni sem líkir eftir selshárum á ótrúlegan máta. Og ekki nóg með það heldur gerði Semperfli það að ásetningi að framleiða SemperSeal með löngum trefjum því þá henta þessi hár fyrir fjöldan allan af flugum þegar notað er í fullri lengd, s.s. straumflugur og laxaflugur.

Semperfli Pro team

Bestu hnýtarar frá öllum heimshornum

Semperfli vinna með bestu hnýturum um heim allan. Þeir velja Pro Team meðlimi sína út frá sérhæfingu þeirra, hæfileika og ástríðu fyrir fluguhnýtingarefnum Semperfli. Allt er þetta úrvals fólk og hnýtarar sem ætíð eru reiðubúinir til að hjálpa öðrum þegar kemur að fluguhnýtingum. Hnýtingar þeirra endurspegla fjölda mismunandi stíla frá ýmsum heimshornum.

Þeir eru í raun og veru sérstakir fulltrúar Semperfli enda kynna þeir Semperfli efnin á besta máta mögulegan – þeir eru því eitt af stoltum fyrirtækisins.

Einn Semperfli Pro Team aðili á Íslandi

Ívar Örn Hauksson þekkja margir enda hefur nokkuð mikið fyrir honum farið á samfélagsmiðlum þar sem hann hnýtir flugur í gríð og erg. Og fyrir tilstilli og með aðstoð Flugubúllunnar gekk Ívar til liðs við Semperfli í Pro Team teymið þeirra og hefur verið ötull í að kynna allt sem viðkemur Semperfli.

Þetta hefur verið skemmtilegt, en krefjandi ferðalag þar sem metnaður Semperfli sem vörumerkis og fyrirtækis er settur í forgang. Vörurnar frá Semperfli eru öðruvísi en frá öðrum framleiðendum, hönnun, litun, tegundir og gæði eru einum level ofar. Ég er einstaklega stoltur af því að hafa verið valinn í PRO teymið hjá Semperfli – Ívar

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Semperfli Pro Team og möguleikann á að ganga til liðs við Semperfli þá er um að gera að hafa samband við okkur hjá Flugubúllunni.

Hár og vængefni

Semperfli framleiða ótrúlega skemmtilegt og gott úrval af hárum, flash efnum og eftirlíkingum sem hægt er að nota fyrir allskonar flugur. Þarna má t.d. nefna eftirlíkingu af kanínuhárum fyrir zonker sem er heint ótrúlegt efni, gervi cashmere hár, hár sem lýsist upp í myrkri og svo vissulega allskonar gerðir af flash og krinkle efnum.

Gerðu fluguna enn meira lifandi hár og vængefnum frá Semperfli. 

game changer

Flugan sem breytir leiknum!

Game Changer flugurnar hafa á undanförnum árum verið að riðja sér til rúms sem einstaklega veiðnar og góðar flugur. Þetta eru léttar flugur sem eru þekktar fyrir einstaka framsetningu og náttúrulega sundvirkni sem byggð er á fjölþættri liðamótauppbyggingu. Þær líkja einstaklega vel eftir náttúrulegri bráð, allt frá örlitlum baitfish fiskum upp í stærri tegundir og hafa aukið árangur veiðimanna til muna.

Uppbygging þessara flugna hefur hingað til verið talin nokkuð flókin og margir hnýtarar hafa hreinlega ekki lagt í þá vegferð að hnýta eigin Game Changer flugu.

Semperfli sá sér leik á borði og sem hluti af nýjungum sem kom frá fyrirtækinu árið 2023 var þessi frábæra vara; Game Changer Chenille pakki – pakki sem inniheldur efni til að búa til Game Changer flugur.

Game Changer Chenille er settin koma með 30mm, 20mm, 10mm og 8mm chenille efni sem með samofnu holographic pearl flash efni og er fullkomið til að búa til hinar ótrúlegu Game Changer flugur. Þú notar þessar mismunandi stærðir af chenille til að búa til keilulögunina eða kónísku lögunina á fluguna.

Hver pakki, sem hægt er að fá í fjölmörgum litum, kemur með chenille efnin í 4 stærðum, vír úr ryðfríu stáli til að tengja saman framhluta Game Changer flugunnar við skottið, og 6 pör af augum.

Eina sem þarf til að klára dæmið er liðamótin í 20mm og 15mm stærðum og svo króka.

Hnýtum Game Changer

Einfaldar “step-by-step” leiðbeiningar til að hnýta hina frábæru Game Changer flugu.

Smellið á myndirnar í röð til að sjá hvernig þetta er gert.
Einnig þar fyrir neðan er flott myndband frá Eiði þar sem hann sýnir handtökin.




Allt sem þú þarft

Glans og glitur í búkinn

Hvernig væri að færa fluguhnýtingarnar ofar og auka við upplifunina með glæsilegu úrvali af tinsel efni frá Semperfli?
Tinsel efnin frá Semperfli eru framleidd með mikilli nákvæmni og endingu í huga og eru algerlega nauðsynleg efni til að gera fluguna enn líflegri og heillandi sem ná að lokka jafnvel erfiðustu fiskana í töku.

Hvort sem þú sért reyndur veiðimaður/kona eða ert að hefja fyrstu skrefin í veiðinni, þá hentar hið fjölbreytta úrval tinsel efna Semperfli fyrir hvaða flugur eða veiðiaðstæður sem er.

Færðu fluguhnýtinguna upp á næsta þrep með líflegum litbrigðum og skínandi útliti sem bæta dýpt og aðdráttarafl við flugusköpunina þína.

Kafaðu inn í heim endalausra möguleika með frábæru úrvali tinsel efna Semperfli.

Chenille Chenille Chenille

Hver elskar ekki Chenille – Chenille er vinsælt fluguhnýtingarefni sem hægt er að nota í búk á straumflugum, púpum, eða gefa litaafbrigði eða lögun á nánast hvaða flugu sem er. Chenille er hægt að nota til að fela krókinn, móta búk eða lögun flugunnar eða jafnvel búa til þurrflugur.
Annar góður kostur við Chenille er að það kemur í ýmsum litum, stærðum og gerðum svo hægt sé að móta nánast hvaða gerð af flugu sem er. Sum Chenille efni mynda jafnvel ljóma í myrkri til að gefa flugunni auka glans og glitur í vatninu.

Úrvalið af Chenille frá Semperfli er engu líkt – það er til í nánast öllum litum, stærðum og gerðum. Hvort sem þú ætlar að búa til litla micro púpu eða risastóra straumflugu, þú getur verið viss um að fá Chenille efni í fluguna frá Semperfli.

Vinsælar gerðir af Chenille má nefna t.d. Mopster Mop Chenlille efnið sem er notað í Moppufluguna, Straggle String Chenille sem er notað í t.d. nokkrar Veiðivatnaflugurnar, og Camo Chenille.

Þetta klassíska

Allt þetta klassíska kemur einnig frá Semperfli – klassískir vaxaðir hnýtingaþræðir, Fluoro Brite sem eru svipað og Glo-Brite þræðirnir, fluguhnýtingavírar í ótrúlegu litaúrvali og mismunandi þykktum, Oval Tinsel, blývír, og svo margt fleira.

Ef ekki á að prófa sig áfram með nýjungum þá er um að gera bara halda sig við það klassíska. Það klikkar seint.

Úrvalið sem boðið er uppá frá Semperfli er svo miklu meira en talað er um hér á þessari síðu. Það er því um að gera að smella á takkann hér að neðan og kíkja á allar frábæru Semperfli vörurnar.

Smelltu hér til að skoða allt Semperfli úrvalið

ýmsar greinar

G.Loomis – fremri öllum

G.Loomis – 3 áratugir af bara því besta Fyrir um þremur áratugum síðan stofnaði Gary [...]

Hin leyndardómsfulla list að veiða með Hitch

Öll elskum við yfirborðstökur, eltingarleikinn, hið breiða bak laxins, sprenginguna í vatnsyfirborðinu og tilfininngarnar. Hin [...]

Frödin Flies – Serious About Salmon Fishing

Flugurnar frá Mikael Frödin eru ótrúlega fallegar og vandaðar og eru sagðar með bestu laxaflugum [...]

GUIDELINE – Þetta snýst allt um upplifunina

Guideline er upprunalega Norskt fluguveiðimerki og hafa verið í þróun og hönnun á fluguveiðivörum frá [...]

Velkomin í hús Alfa

  Velkomin í hús Alfa – þar sem hvert kast skiptir máli. Allar sögur hafa [...]

Fyrsta skoðun á DRIFT XL stöngunum frá Wychwood

Á hverju ári koma á markað gríðarlegur fjöldi af flugustöngum, í ýmsum lengdum og stærðum, [...]

GT Græjugeymslan – Nýtt frá Wychwood Game 2017

Fyrir þá veiðimenn sem vilja ferðast létt, eða þá sem hafa látið flutning á hefðbundnum [...]

RS stangirnar skora fullt hús í tímaritinu Trout Fisherman

Flaggskip Wychwood, RS serían, fékk fullt hús stiga í tímaritinu Trout Fisherman, þar sem þeir [...]