Wychwood Drift XL

kr. 32.980

Nútíma veiðimaðurinn mun þrá hinn mikla auka ávinning sem þessar einstöku, framlengjanlegu fjögurra hluta stangir hafa upp á að bjóða.

Hreinsa val
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merki: , ,

Á stærstu veiði-viðskiptasýningu Evrópu sumarið 2017, EFTTEX, sýndi Wychwood þessa nýju og einstöku seríu flugustanga, DriftXL seríuna, og því miður rétt missti af fyrsta sætinu í flokknum ‘Besta nýja flugustöngin‘.
DriftXL serían frá Wychwood hlaut samt annað sætið þar sem henni var stillt upp við hlið stærstu vörumerkjum heims. Fyrsta sætið hlaut Sage.

Gefin eru verðlaun í öllum flokkum veiðinnar, og eru valin af sérlegri dómnefnd sem skipuð er af ýmsum innherjum í bransanum og fréttamönnum frá öllum hornum Evrópu.

Nútíma veiðimaðurinn mun þrá hinn mikla auka ávinning sem þessar einstöku, framlengjanlegu fjögurra hluta stangir hafa upp á að bjóða, en með frábæru twist-and-lock kerfi er umbreyta henni úr langdrægnni þurrflugustöng ( stutt stöng ) í stuttdrægnna púpustöng ( löng stöng ), en stöngin er stækkanleg um allt að 8 tommur!

Framleiddar úr bestu fáanlegu koltrefjunum, sem skilar sér í ofurléttri og grannri stöng sem hentar í allar tegundir af straumvatnsveiði. Og frekar en að vera eins og gamaldags stíf stöng, sem oft voru framleiddar til að dúndra stórum flugum lengri vegalengdir á stórum ám, þá eru þessar stangir með mjúka og nána virkni.

Og með hinum nýju flugulínum Wychwood, fáanlegar hjá Flugubúllunni, er hægt að komast mun nær bráðinni, og þegar veitt er í svo mikilli nánd, þá eru stangir sem hafa mjúka virkni frá miðju til topps, eins og Drift stangirnar, mun vænlegri til árangurs en ella.

Með Drift stöngunum getur þú haldið fiski í mikilli nánd með ofurfínum taumum, litlum þurrflugum eða púpum, án þess að eiga það á hættu að missa fiskinn. Þú getur einnig tekið þinn tíma og látið stöngina um alla vinnuna þegar barist er við stórann fisk í hröðu vatni – hin mjúka virkni tryggir að hver roka er sem mjúkur púði.

Þessar stangir koma í möttum svörtum lit, með svörtum vafningum í hálglans við lykkjur og ólífugrænu auðkenni. Hið nýja P kork handfang stangarinnar kemur í einskonar camo útliti svo lítið fari fyrir því, er ekki eins bjart og áberandi eins og hinn venjulegi korkur, og hentar því vel í allar aðstæður.

Eingöngu eru notaðar hágæða Pac Bay lykkjur, útskorið og rafhúðað hjólsæti, þar sem stangarendinn er sýnilegur, og eru þessar stangir jafn fallegar og þær eru í virkni.

  • Stækkanlegar um 8 tommur með einstöku twist-and-lock kerfi
  • Koma í möttum svörtum lit, með svörtum vafningum í hálglans við lykkjur og ólífugrænu auðkenni.
  • Framleiddar úr hágæða Toray koltrefjum
  • Satín-svart, útskorið og rafhúðað hjólsæti
  • 4 hluta stöng með samsetningarmerkjum
  • Stangarhólkur úr koltrefjum
  • Half wells handfang með P korki

 

Þyngd 1 kg
Stærðir

10′ 6″ #3/4, 9′ 6″ #3, 9′ 6″ #4, 9′ 6″ #5

Umsagnir


Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Wychwood Drift XL”