Velkomin í hús Alfa – þar sem hvert kast skiptir máli.

Allar sögur hafa byrjun, og saga Alfa Fishing products hófst árið 2010 í Rovaniemi í Finnlandi þegar það var stofnað, en Rovaniemi er rétt ofan heimskautsbaugs.
Frá árdögum fyrirtækisins hefur fókusinn verið á norðan-hönnun og nýsköpun, hafa síðan þá verið drifnir áfram af hönnunarkrafti, og munu verða um ókomna tíð.
Það hefur ætíð verið markmið Alfa Fishing Products að koma með nýstárlegar og einstakar vörur fyrir veiðimenn sem fær þá til að sjá fluguveiði í nýju, eða öðru ljósi en þeir hafa hingað til gert. Að hanna og framleiða hágæða vörur sem færir eitthvað nýtt fyrir alla fluguveiðimenn og konur.

Sem dæmi um nýstárlega hugsun og hönnun hönnunarteymis Alfa Fishing Products er hægt að benda á hina útrúlega nýstárlegu 4-D tækni sem byggir á að sameina flugustöng og hjól saman í eina heild, og með því að gera þetta mun veiðimaðurinn fá margvíslegan ávinning sem hann hefur ekki séð áður.
Við munum tala um Orion 4-D stangirnar frá Alfa Fishing Products neðar í þessari grein.

Eins og áður sagði eru Alfa Fishing products með bækistöðvar í Rovaniemi í Finnlandi, en þær hörkulegu aðstæður ofan heimskautsbaugs hafa verið hinn fullkomni leikvangur þegar kemur að hönnun og prófunum á vörum Alfa, og hafa gert þær að merki sem hægt er að treysta.

Og þúsundir um heim allan eru farnir að þekkja Alfa fluguhjólalínu fyrirtækisins vegna hins ótrúlega glæsilega litavals sem boðið er upp á. Þetta er fullkomin Finnsk gæðahönnun!
Hið ótrúlega fallega litróf sem í boði er fær innblástur úr náttúrunni að sögn hönnunarteymis Alfa, og þá sérstaklega norðurljósunum.

Öll hjólin eru rennd úr heilli hágæða 6061 álblokk, og koma með ofurnákvæmri marglaga koltrefjabremsu, sem hefur verið prófuð til hins ýtrasta.
Alfa línan kemur í 4 stærðarflokkum, og hin nýja Infinity lína, sem er ætluð í stórfiskadeildina, kemur í 2 stærðum. Þau eru öll einstaklega létt, og koma öll í stílhreinni, opinni hönnun.

Öll hjólin frá Alfa Fishing Products eru jafnvíg í sjávarveiði, sem og í ferskvatnsveiði, og eru mörg stærri Alfa hjólin, 5+ og 9+, vinsæl sjóveiðihjól, svo maður tali nú ekki um Infinity hjólin sem hafa bremsukraft til að stöðva stærstu Tarpon fiska og hákarla.

Þetta eru hjól sem eiga eftir að gera góða hluti í Íslenskum aðstæðum og eru öll til sölu hjá Flugubúllunni hérna!

 

4-D Technology – Orion stangirnar eru á leiðinni!

Hönnunarteymi Alfa Fishing Products hafa hannað nýja gerð flugustanga.
Með hinni einstöku og nýstárlegu 4-D tækni færð þú tækifæri á að jafnvægisstilla stöngina svo hún henti þér sem best, sem og að velja það handfang sem best passar fyrir þig. Þetta er ein fjölhæfasta stöng sem þú hefur nokkurn tíman séð.

Að hanna stöng til að uppfylla kröfur nútímaveiðimannsins var ekki einfalt verk, en hönnunarteymi Alfa tók það að sér samt sem áður, og kláraði verkið! Og geta núna kynnt á sjónarsviðið hina nútímalegu Orion flugustangir sem koma með hinni nýstárlegu 4-D tækni sem gerir veiðimanninum- eða konunni, að ná meiru út úr flugustöng sinni en hingað til.

En af hverju að vera að breyta hinni klassísku hönnun í nútímalega? Hjá Alfa er spurt á móti; Af hverju ekki? Þegar ný og nútímaleg stöng getur veitt þér eins marga nýja möguleika og ávinning, af hverju ekki?
Nýsköpun og að hugsa út fyrir boxið er drifkraftur Alfa Fishing Products í hönnun og þróun. Þetta er einfaldlega stöng sem þú þarft að prófa.

Þú velur sjálf / sjálfur jafnvægi stangarinnar, og einnig velur þú stærð handfangsins, og færð mun meiri kraft út úr stönginni … sem mun gera hana að draumastöng þinni.

 

Veldu jafnvægið

Með hinni einstöku og nýstárlegu 4-D tækni færðu tækifæri á að velja sjálf/sjálfur jafnvægi stangarinnar með því að breyta afstöðu hjólsins miðað við stöngina sjálfa, sem gefur þér hið fullkomna jafnvægi sem hentar þínum kaststíl. Eitt aðalatriðið að ná betri og auðveldari köstum, er að stöngin þín sé í fullkomnu jafnvægi við fluguhjólið.

 

Stærðin skipir máli

Ekki eru allir með sömu stærð af höndum, svo Alfa gefa þér tækifæri á að velja handfang úr fjölmörgum gerðum svo það passi sérstaklega fyrir þig. Hið fljótandi handfang gefur stönginni einnig meira frelsi til að virkja hina náttúrulegu orku sem er í hverjum stangarhluta. Með þessu getur kastarinn kastað með mun meiri nákvæmni, og hefur betri stjórn á línunni.

Orion stangirnar frá Alfa Fishing Products eru fáanlegar hér, koma allar í fjórum hlutum, eru 9′ að lengd og fyrir línuþyngdir 5 til 8.