Eftir að hafa tekið inn til sín hugmyndir og komment frá mörgum af topp nöfnum í veiðigeiranum um hvernig flugulínur ættu að virka, sá hönnunarteymi Wychwood að 3 atriði komu upp aftur og aftur. Flestir veiðimenn voru hugfangnir af kastlengd, framreiðslu flugunnar, og það sem var mest áríðandi, tökuvörn.

Með Connect flugulínu seríunni, hefur Wychwood reynt að komast til móts við þetta, svo allar þessar óskir séu uppfylltar að fullu.

  • Lengri, og þyngri framendi, sem gerir veiðimanninum kleift að framkalla þröngar lúppur í kasti til að ná lengri köstum, gerir það að verkum að farið er yfir stærra svæði vatnsins, án mikillar fyrirhafnar.
  • PVC aukaefnin sem notuð eru við framleiðsluna mynda hált ytra lag og hjálpar einnig til við að minnka minni línunnar. Þetta þýðir tilvalin framreiðsla á flugum við allar aðstæður, hvort sem um er að ræða í nálægð eða lengra í burtu.
  • Kjarninn er búinn til úr ofnu nælonefni sem býður upp á það besta úr báðum heimum þegar talað er um tilfinningu. Þær eru með nægan stífleika til að finna fyrir fisknum með kæruleysislegum inndrætti, en eru samt með smá eftirgjöf sem kemur í veg fyrir að fiskurinn sleppi við stökk og læti.
  • Veiðimenn hafa núna seríu af flugulínum innan seilingar, sem gerir það að verkum að bráðin hefur enga undankomuleið.

Allar Wychwood Connect Series flugulínurnar, nema River Nympher flugulínan, koma með tilbúnar lúppur á framendanum, sem þýðir að um leið og línan er kominn á hjólið, ertu tilbúin(n) í veiði!
Connect series - Flugubúllan

Um er að ræða 10 flugulínur í seríunni, sem spanna allt frá afar nettri framreiðslu á þurrflugum eða púpum á ám, og allt til að veiða með stórum flugum í djúpum vötnum.

Allar línurnar hafa verið hannaðar til að virka í sátt við allar einhendur, sem gera þær fullkomnar fyrir alla veiðimenn.

Það skipir engu í hvaða aðstæðum þú lendir, þegar það kemur að framreiðslu á flugu, þá veistu að CONNECT serían af flugulínum mun gera það fullkomnlega!

Línurnar 10 sem í boði eru:

  • Feather Down Floater – er tilvalin fyrir þær erfiðu aðstæður þegar maður þarf að læðast að fisknum. Hönnuð til að tryggja að þú getir kastað línunni auðveldlega og hárnákvæmt að styggum fisk þar sem hann er í æti nálægt og í yfirborðinu.
  • Rocket Floater –  er með bullet lögun og skoteiginleika sem gerir þér kleift að hlaða stöngina fljótt og örugglega þannig að þú komir línunni á réttan stað látlaust og með lágmarkstruflun á yfirborðinu. Þeir fiskar sem voru utan seilingar áður, eru það ekki lengur!
  • Little Dipper – er lína með sökkenda, og fullkomin í púpuveiðar. Þegar silungurinn er í áti í yfirborðinu og rétt undir því þá er þessi fjölhæfa lína málið til að ná til þeirra.
  • Big Dipper – er lína með sökkenda, en lengri 10′ enda. Langi sökkframhlutinn gerir þér kleift að láta fluguna veiða með öðru sjónarhorni en Little Dipper flugulínan og látið hana fara dýpra þegar þess er þörf.
  • Hoverer – er hægsökkvandi flugulína sem einungis 1ips sökkhraða og er því er tilvalin til að veiða rétt undir yfirborðinu.Fyrir árangursríka púpuveiði,og auðvitað aðrar flugur líka, þá er þetta línan.
  • Ghost Intermediate – er hægsökkvandi lína með sökkhraða 1.5ips. Áferð og litur hennar þýðir að hún fælir fiskinn síður eins og aðrar Intermediate línur í bjartari litum. Þetta er fullkomin lína fyrir langflesta veiði í lygnu vatni.
  • Mid-Zone – er sökklína með sökkhraða 3ips sem gerir hana góða til að veiða djúpt og viðhalda dýpt. Gríðargóð til að veiða stór sem lítil vötn þegar fiskurinn liggur neðarlega.
  • Low-Zone – er sökklína með sökkhraða 5ips sem gerir það að verkum að þú nærð að henda öllum gerðum fluga út í öllum veðrum. Góð lína til að veiða djúpt og viðhalda dýpt.
  • Deck-Zone – er extra fast sökklína með sökkhraða 7ips eða 18cm á sekúndu! Deck Zone er fyrir þau tilvik þegar fiskurinn liggur hreyfingarlaus á botninum og þú vilt koma flugunni fljótt og örugglega á rétta staðinn.
  • River Nympher – River Nympher er afar nett og fín lína sem lendir ofurlétt á yfirborðinu. Þegar vatnshæð er lítil og veiðistaðir oft og tíðum viðkvæmir, þá er þessi ofurþunna, tvílita lína algjör himnasending.

Allar línurnar eru hannaðar í Bretlandi af englandsmeistaranum, og vörustjóra Wychwood, Steve Cullen, og hafa verið prófaðar og sannreyndar við hinar ýmsu aðstæður, og hafa verið fullkomnaðar í seríu sem henta við allar aðstæður sem fluguveiðimaðurinn kann að lenda í.